Andvari - 01.01.1923, Page 72
68
Fiskirannsóknir 1921—1922.
[Andvari.
Johansen, forstöðumanni samþjóða fiskirannsóknanna
heima fyrir í Danmörku, að því komasl eftir því,
hvort hin sumargjótandi síld hjer við land væri sjer-
stakt kyn, og birti eg árangurinn af þeirri samvinnu
hjer á eftir. Eg hefi safnað nokkurum gögnum til
aldursákvarðana á heilagfiski, ákvarðað nokkuð sjálf-
ur, en sent nokkuð til Dr. Schmidts, sem ljet að-
stoðarmann sinn, mag. sci. P. Jespersen, rannsaka
það og mikil gögn, er safnað var á »Thor«. Aðal-
útkoman af því verður einnig birt hjer. Allmikið af
silungshreistri, sem safnað var hjer fyrir mig í Sog-
inu, sendi eg Dr. Knut Dahl i Kristjaníu til aldurs-
ávörðunar, en hefi því miður ekki fengið neina
skýrslu um það. Annars hefi eg hjá mjer nokkuð af
gögnum til aldursákvörðunar á fleiri íiskum, sem eg
hefi enn eigi haft tfma til að rannsaka, en mun gera
ef eg get. Síðan laust fyrir aldamót hefi eg skrifað
hjá mjer ýmislegt um aflabrögð hjer við land, eink-
um á Suðvesturlandi, og mætti vinna ekki svo lítið
úr því, ef tími yrði til. Einnig hefi eg nýlega safnað
upplýsingum um sjófiskaklak frá ýmsum löndum.
Loks hefi eg fengið Stefán bónda á Ytri-Neslöndum
til þess að semja sögu silungsveiðanna í Mývatni
á síðast liðinni öld og er hún prentuð með þessari
skýrslu.
í sumar er leið varði eg styrk mínum til þess að
fara utan. Fór eg þá ferð einkum fyrir áeggjan Dr.
Johs. Schmidt, sem þá var nýkominn heim úr sinni
frægu rannsóknarferð á »Dana«, hafrannsóknaskipi
dönsku sljórnarinnar. Var sú ferð einkum gerð til
þess að fá fulla vissu um, hvar Evrópu-állinn (angu-
illa vulgaris) og þar með íslenski állinn, hrygnir.
flann fann þetta svæði á vestanverðu Atlantshaíi