Andvari - 01.01.1923, Page 75
Andvari.]
Fiskirannsóknir 1921—1922.
71
verið að fá, enda fer þá vöxturinn að verða lítill og
óreglulegur. Meðallengdin er nákvæmlega útreiknuð
(í cm.) á öllum aldursflokkum (árgöngum), nema 0-
flokkinum (seiðunum á 1. ári); þar er hún áætluð
með eins mikilli nákvæmni og auðið er. Stærðin er
miðuð við mánaðamótin júlí—ágúst.
a. Yfirlit yfir stærð og aldur þorsksins í heild sinni
(bæði kynin í einu lagi):
Aldursilokkar 0 I II III IV V VI VII VIII IX
S-ströndin . c. 6 29,0 43,8 55,9 66,1 75,6 81,6 89,8 93,6 93,9
SV-ströndin c. 5 20,3 32,0 46,1 59,5 70,7 82,1 87,9 92,0 94,4
NV-ströndin C 4,5 15,2 30,6 40,7 55,4 65,5 76,3 83,0 89,5 98,0
N-ströndin . c.3,5 15,0 25,4 36,9 44,6 53,1 69,8 75,6 84,4 90,2
A-ströndin . c. 2,5 12,7 22,8 33,4 43,9 56,4 71,4 80,7 83,1 84,5
Meöaltal . . c. 4,5 14,4 29,0 43,0 51,6 63,9 78,3 83,1 89,5 91,2
Yfirlit þetta sýnir ljóst það sem eg benti á í síð-
ustu skýrslu minni, bls. 63, og þó miklu nákvæmar,
að þorskurinn vex hraðara við Suðurströndina, þar
sem sjórinn er heitastur, en annarsstaðar við landið,
og smádregur úr vextinum norður með Vesturströnd-
inni og svo austur með og suður með Austurströnd-
inni, eftir því, sem hitinn lækkar í sjónum, og tel eg
það ekki efamál, að það er hilinn, sem hefir hjer
beinlínis og óbeinlínis mest áhrif, en smámsaman
nær þó fiskurinn sömu stserð, hvar sem er við land-
ið, o; hann verður að lokum eins stór í kalda og í
heita sjónum, en það tekur miklu lengri tíma. Vetur-
gamall fiskur við Suðurströndina er hjer um bil tvö-
falt lengri en við Norður- eða Austurströndina, en 9
vetra fiskur hjer um bil jafnstór, alstaðar. Eins verð-