Andvari - 01.01.1923, Page 77
Andvari.]
Fiskirannsóknir 1921—1822.
73
an brolin, en það má vel stafa af því, að fiskur sá,
sem mældur var, hafi ekki verið langt frá meðal-
stærð; en maður verður oft að renna blinl í sjóinn,
þegar um það er að ræða, og taka þann fisk sem
býðst. Væii meðalstærðin reiknuð út fyrir allar
strendur, mundi alt jafnast upp og reglan koma fylli-
lega út. Hinn umgetni munur á vaxtarhraða kynj-
anna verður mestur um það bil sem kynsþroskinn
byrjar, en stærðarmunurinn (c. 10 cm.) er þó meiri
en það, sem munar á einu ári (sama aldursárinu)
og eru hrygnurnar því að jafnaði tveim árum eldri
en hængarnir, þegar þær verða kynsþroskaðar.
Stærðarmunurinn á kynjunum heldur svo áfram
úr því, svo lengi sem fiskurinn lifir og í sambandi
við það vil eg geta þess, að flestallir stærstu þorsk-
arnir (110 cm. og þar yfir), sem eg hefi athugað,
hafa verið hrygnur (sjá skýrslu mína í Medd. fra
Komm. f. Hav.). Eg get ekki álitið þetta vera hend-
ingu eina, en skoða það sem vott þess, að hrygn-
urnar verði yfirleitt stærri og langlífari en hængarn-
ir, enda vaxa fiskar yfirleitt meðan þeir lifa, en með
minkandi vexti, þegar »ellin« færist yfir þá.
c. þyngd þorsksins eftir aldri og lengd.
Eg hefi vegið alla þá fiska, sem eg hefi rannsak-
að, eins og sjest i skýrslum mínum, en nákvæm-
lega hefi eg samt ekki fengið meðalþyngdina útreikn-
aða, enda er þess ekki svo brýn þörf; eg hefi með
því að athuga allar þyngdir nákvæmlega, sett meðal-
tölur, sem ekki munu fara langl trá hinu sanna.
Tilgangurinn með þessu er einkum sá, að sýna, hve
mjög þyngdin vex með lengdinni, bæði í sama ár-
gangi og með aldursárunum, einkum fyrstu árunum,
og þessum tilgangi hygg eg náð með því að gefa tvö