Andvari - 01.01.1923, Page 90
86
Fiskirannsóknir 1921—1922.
[Andvarl.
ar, 128 hrygnur; var hún með allþroskuðnm hrogn-
um og sviljum, en þó ekki lengra á leið komin en
það, að 1—2 mánuðir mundu hafa verið til hrygn-
ingar. Stærð og aldur þessarar síldar eru sýnd í yfir-
litinu á 85. bls.
Sjest á þessu, að öll þessi síld hefir verið stórsíld„
30 — 38 cm. löng. Minsta síldin, sem þó var 29,5 cm.
löng, var að eins þrevetur, og sýnir það, að vöxtur
þessarar sildar getur verið mjög hraður, að meðal-
tali 10 cm. á ári. Flest af síldinni var 7 vetra (frá
1911). Svo útvegaði eg 180 síldir frá Vestmanneyj-
um; voru þær veiddar við Dranga, 14. ágúst 1919»
og fekk eg þær fyrir góðvild þess er veiddi: E*orsteins
Jónssonar í Laufási. Síld þessi var, eins og eg hefi
sagt frá í skýrslu minni 1919—20, sem óðast að
gjóta. 136 voru hængar, 44 hrygnur. Stærð hennar
og aldur sjest á eftirfarandi yfirliti.
Aldur, vetur Tala Meðal- lengd Aldur, vetur Tala Meðal- lengd
10 3 36,2 8—10 í 34,5
9 2 37,0 8- 9 2 33,5
8 1 34,5 7— 8 1 33,5
7 14 33,6 6- 7 4 31,5
6 36 32,8 5— 6 1 32,5
5 10 32,1 4— 5 3 30,5
4 33 29,5 3- 4 2 28,5
3 60 28,0 ? 6 32,7
2 1 26,5 )) )) ))
Sýnir þetta, að síld þessi hefir verið töluvert smærri
en hin, allur þorrinn 28 — 37 cm., eða stór millisíld