Andvari - 01.01.1923, Side 91
Andvari.l
Fiskirannsóknir 1921—1922.
87
og stórsíld, 3—7 vetra gömul. Fullur helmingur hefir
verið þrevetur og fjögurra vetra (frá 1914—1915).
Annars liefir eigi verið auðið að ákveða aldur all-
margra fiska nákvæmlega. Þrátt fyrir það, að aldur-
inn var ekki hærri en þelta, var þó öll þessi yngri
yngri síld gjótandi, en allur þorrinn af hinum smæstu
(yngslu) 27 cm. eða minni, voru hængar, og kom-
ast þeir þannig fyr í gagnið, en hrygnurnar, sem fá-
ar eru undir 28 cm.
Alla þessa síld hefir nú Dr. Johansen rannsakað
nákvæmlega og borið hana saman bæði við vorgjót-
andi síld frá íslandi, Færeyjum og Noregi og við
sumargjótandi síld frá Færeyjum og komist að þeirri
niðurstöðu, að hún er sjerstakl kyn (Race), æði ólík
vorsildinni í ýmsu tillili, og allfrábrugðin sumargot-
síldinni færeysku. Hann segir svo, þar sem hann
birtir aðalútkomu rannsóknanna’.
»Sumargotsíldin íslenska er mjög stór hafsíld, sem
verður álíka stór og atlantó-skandinaviska vorgot-
sildin (en svo nefnir hann þesskonar síld, sem á heima
í Norðurhafinu og nyrst í Atlantshafi). 7 vetra gömul
er hún að meðaltali 33 cm. löng og 10 vetra c. 36
cm. Hún nær að jafnaði æxlunarþroska 4—6 vetra
og er þá 25—30 cm. löng«.
Nokkur munur er á síld, sem gýtur á sama stað
og tíma eftir því, hve gömul hún 4er, en um þann
mun segir hann, að hann sje ekki svo mikill, að
hann skifti nokkru, þegar um sjerstakt síldarkyn sje
að ræða.
Sumargotsíldin islenska greinist frá atlantó-skandi-
navisku vorgotsíldinni á því, að hún hefir:
1. að meðaltali færri hryggjarliði,
2. — — — stirtluliði,
6