Andvari - 01.01.1923, Síða 92
88
Fiskirannsóknir 1921—1922.
[Andvari.
3. tiltölulega fleiri bol-liði,
4. færri kviðrandar-hreisturblöð að jafnaði og
5. færri bakuggageisla að jafnaði.
Pessi atriði, sem hjer eru talin, sýna í hverju mun-
urinn liggur, og hvaða atriði það einkum eru, sem
rannsökuð eru, þegar um kynaðgreiningu er að ræða;
en það eru fleiri atriði sem koma til greina, og af
því að það er í fyrsta skifti, að þesskonar rannsókn-
ir hafa verið gerðar á islenskum sjófiskum, svo
nokkuru nemi, álít eg rjett að nefna öll einkennin,
sem Dr. Johansen hefir tekið til athugunar og telur
óbreytileg alla æfi fisksins, þegar þau eru einusinni
orðin fullgreinileg (fullmynduð). Þau eru:
1. Hiyggjarliðafjöldinn:
a. tala bol-liðanna,
b. tala stirtluliðanna,
c. tala allra hryggjarliðanna.
2. Fjöldi kviðrandar-hreisturblaðanna1
3. Tala geislanna í báðum kviðuggum
4. Tala geislanna í hægra eyrugga (stundum)
5. Geislafjöldi í bakugga :
a. tala óklofinna geisla,
b. tala klofinna geisla,
c. tala allra geislanna.
6. Geislafjöldinn í raufaruggunum:
a. tala óklofinna geisla,
b. tala klofinna geisla,
c. tala allra geislanna.
Þetta sýnir, að það muni vera æði mikið verk, að
rannsaka öll þessi atriði nákvæmlega, þegar hinir
1) Hrelsturblððin á kviðröndinni, mllli lifodda og rauiar, liafa kjðl á
miðju og langa álmu upp á við til beggja hliða.