Andvari - 01.01.1923, Side 93
Andvari.]
Fiskirannsóknir 1921—1922.
89
rannsökuðu íiskar skifta mörgum kundruðum, og
svo bætast þar við allír útreikningarnir á meðal-
töium.
Ut af samanburðinum á íslensku sildinni og ungri
síld frá Færeyjum, sem er sumargjótandi (Dr.
Schmidt hefir fundið seiðin nýklakin í ágúst), tekur
Dr. Johansen fram, að henni svipi mjög til íslensku
sumargotsílda’-innar, en þekkist þó frá henni á því
að hún hafi lítið eitt færri bol-liði og óklofna rauf-
arugga-geisla og lítið eitt fleiri óklofna bakugga-
geisla«.
Að síðustu segir hann:
»Sumargotsíldin islenska heíir fleiri bol-liði og
færri kviðrandar-hreisturblöð, en öll önnur sumar-
eða haustgjótandi hafsild lengra suður og austur«.
Eg hefi áður getið þess, að þessi síld gýlur við
Suður- og Vesturslröndina (sennilega alla leið frá
Vestmanneyjum, ef ekki lengra austur með og alt
norður í Jökuldjúp, ef ekki norður fyrir Snæfellsnes.
Nú er það líka víst, að hún er í maímánuði úti á
grunnunum vestur af Reykjanesi (Eldeyjar-banka,
»bankasíldin«, sem farið er að nefna hana) og senni-
lega er það samskonar síld, sem veiðist samtímis í
Jökuldjúpi og Kolluál. Rað hefir ekki verið rann-
sakað enn, en nú hafa menn fengið tækin til þess
(o: einkennin á þessari síld).
Enn er og óvíst, hvað þessi síld gerir af sjer að
liðinni hrygningu í ágústlok. Mjer er næst að halda,
að hún dragi sig mest til djúpanna aftur, jafnvel
langt til hafs, og fiti sig þar, fari ef til vill, sú sem
gýtur á djúpmiðum í Faxafióa og Breiðafirði, eitt-
hvað norður á bóginn, jafnvel norður með Vestfjörð-
um, en litið norður fyrir Djúpál, því að þá fer að