Andvari - 01.01.1923, Blaðsíða 94
90
Fiskirannsóknir 1921—1922.
[Andvari.
verða nokkuð áliðið og sjór að kólna úti fyrir Norð-
urströndinni.
Dr. Johansen hefir (ásamt Norðmönnum og höf-
undi) rannsakað töluvert af síld, sem veiðist á sumr-
in við Norðurland og komist að raun um, að hún
er af sama tægi, samskonar síldarkyn, og hin vor-
gjótandi »atlantó-skandinaviska« hafsíld, allur þorr-
inn af henni að minsta kosti, enda ber hún það
með sjer, að langt er síðan hún hefir gotið og að hún
á langt til hrygningar (Skýrsla 1913—14, Andv. XL,
bls. 55—57). Líklegast er það, að hún gjóti hjer við Suð-
ur- og Suðvesturströndina, samtímis þorskinum og
öðrum vorgjótandi fiskum, og fari svo, eins og þorsk-
urinn, ufsinn o. fl., norður fyrir land að lokinni
hrygningu og haldi þá líka tíðum mjög djúpt fyrir.
En þelta er enn órannsakað mál. Eins gæti líka
verið, að sumt af þeirri síld, sem gýtur á þessu um-
rædda svæði, verði svo að lokinni hrygningu kyrt
syðra og dreifi sjer út um djúpin með Suður- og
Vesturströndinni.
Dr. Johansen hefir allan huga á því að rannsaka
betur hina vorgjólandi síld vora, en hingað til hefir
verið ómögulegl að fá fisk til rannsóknar frá Suður-
ströndinni. Það mun verða reynt til hlitar í vetur
og takist það, kemur væntanlega eitthvað út af þvi.1
Eg ætla því ekki að lala meira um einkenni vorgol-
síldarinnar í þetta sinn, eða lífshætti hennar. Ef fram-
hald verður á rannsóknastarfi mínu, mun eg hafa
1) Dr. Jolianscn liefir skýrt frá þessuni raunsóknuni síiium á norð-
lensku sildinni í áðurnefndu riti. V. Bd., Nr. 8 með fyrirsögninni: »On
the larKe Spring spawning Sea Herring ('Clupea lxarengus) in the Nortli-
wesf European Waters.