Andvari - 01.01.1923, Page 95
Andvari.]
Fiskirannsóknir 1921—1922.
91
allan huga á því, að fá rakið lífsferil beggja síldar-
kynja vorra svo langt sem auðið yrði, því að síldin
«r orðin einn af vorura mestu nytsemdarfiskum og
á vonandi eftir að verða það enn betur; en allur
'þekkingarauki á lífsháttum hennar og annara nytja-
fiska á jafnframt að verða hagnaðarauki fyrir oss,
þegar fram í sækir.
Auk þeirra fiska, sem eg hefi þegar birt nokkuð
um aldurs- og vaxtarrannsóknir mínar á, hefi eg og
nokkuð ált við ufsa, löngu, keilu, marhuúta og sand-
■síli, en er svo skamt kominn áleiðis með þá flesta,
að eg ætla ekkert að birta um þá nú.
III. Veiði í Mývatui á 19. öld
Eg gat þess í innganginum að skýrslu þessari, að
eg hefði fengið Stefán Stefánsson, hónda á Ytri-Nes-
löndum við Mývatn til þess að semja stutta sögu
silungsveiðanna í vatninu. Hann hefir nú um langt
skeið verið formaður Veiðifjelags Mývatns og unnið
að allri viðleitni Mývetninga í þá átt að auka og
hæta veiðina í vatninn og trjrggja framtíð hennar
með frábærri elju og áhuga. Hann tók við forust-
unni af síra Árna sál. frá Skútustöðum, þegar hann
flulti sig að Hólmutn, og hafði nú, er hann ljet af
formensku í vetur, sjeð. hugsjón sína komna í fram-
kvæmd: almennilegt og myndarlegt klakhús komið
upp við vatnið, og var það eflaust fyrst og fremst
honum að þakka. Hann er manna kunnugastur þvi,
hvernig veiðum háttaði í vatninu mikinn hluta 19.
aldar og kalla eg það happ, að eg gat fengið þessa
sögu, áður en það yrði of seint. Hann sendi mjer
hana í brjefsformi, dags. 24. jan. 1921 og set eg hana