Andvari - 01.01.1923, Blaðsíða 99
Andvari.l
Fiskirannsóknir 1921—1922.
95
ína. Nokkur afli fer þó að verða i vatninu 1886 og
til 1893. Þá minkar veiðin enn um nokkur ár; en
rjett fyrir aldamótin var mikill nýgræðingur í vatn-
inu, en sá nýgræðingur fekk ekki að veita mikla
framtíðarveiði, því að hann var drepinn unnvörpum,
bæði á dorg og á dráttum, svo sagt var að á einum
bæ hafl verið drepin 30 þús. af þessum smáka, sem
þurfti 50—70 til að gera krónuvirðið, og sjá allir,
hve mikil skammsýni það var, að drepa hann svona
ungan, því eftir eitt einasta ár hefði hann verið orð-
inn helmingi verðmeiri. Engar öfgar tel eg þó áætl-
að væri, að þá hefði verið drepið af þessuni smáka
og auðvitað eitlhvað af stærri silung — á þessu ári —
rjett fyrir aldamótin (hef ekki ártalið) — yfir 100
þús. úr valninu. Um aldamótin 1900 taka við hinar
lögboðnu skýrslur og taka þær af manni ómakið
með að þurfa að segja meira um veiðina í þau 20
ár, sem liðin eru af 2(1. öldinni. Fyrsta opinbera
skýrslan um veiði i Mývatni er einungis frá tveim
bæjum, Geiteyjarströnd og Reykjahlíð (sjá B. Sæm.,
Andvari 1911, bls. 58). Fá er ársveiði á Strönd 1899
8036 og 1900 6269 og er hún, skýrslan sú 1899, hin
fyrsta og siðasta um veiði í vatninu á 19. öld, sem
komið hefir fyrir augu almennings, en verið gæti, að
til væru skýrslur um einstakar jaröir i minnisbók-
um bænda, ef eftir væri grafið.
Þá vil eg minnast á veiðarfærin fyrri og síðari
part aldarinnar. Fyrir 1864 bendir alt til, að veiðin
hafi verið með fyrirdrætti og lagnetjum, dráttarnetin
víst með líku sniði að lengd og dýpt og dragstreng-
ir eins; en lagnetin voru mikið betri og veiðnari, en
seinna varð, og nú er, því að þá spunnu menn sjálf-
ár garnið í þau úr hör og hampi, margir á snældu