Andvari - 01.01.1923, Qupperneq 101
Andvari.]
Fiskirannsóknir 1921—1922.
97
því einstöku eldri maður hjelt trygð við þá fram
yfir mitt minni, og er ljótt að ekki var hægt að út-
vega einn handa Forngripasafninu, því nú ættu þeir
þar lieima. Öngull á Mývatnsdorg, sem eg sendi
Forngripasafninu hjer um árið, er alt of fínn og lít-
ill til þess að vera forngripur; eg smíðaði hann meir
í líking og lipurð við seinni tíðar öngla. Eg verð nú
að álíta, að fyrir 1850 hafi dorgin verið mikið óskað-
legri fyrir vatnið og veiði í því, heldur en síðar varð,
hæði mannfæð, sem stundaði það með alt annari
aðferð en síðar og nú sjálft veiðarfærið. Að ungling-
ar voru ekki látnir ganga á dorg í fyrri daga, veit
æg af, tvennu eða þrennu. Fyrst því, hve gamla fólk-
ið varð hissa, þegar við unglingarnir 10—12 ára fór-
um að ganga á dorg og þær tóku oft í okkur, eins
og í gömlu mennina, eða stundum betur. Annað það,
að enginn sona gamla Tómasar á Kálfaströnd hafði
dorgað á Mývalni unglingur, og gerðu það heldur
ekki sem eldri menn, þó þeir væru allir upp á vatns-
bakkanum og byggju við vatnið sem bændur. Sama
var um syni Gamaliels í Haganesi, að hvorki faðir
minn nje bræður hans höfðu dorgað á vatninu ungl-
ingar, nje stunduðu dorgveiði sem eldri menn,
nema Einar, sem byrjaði það gamall, eftir að hann
varð einstæðingur og var fremur lílill veiðimaður og
sjerlundaður nokkuð, var þó margt vel um hann.
Druknaði í Mývatni 1873. í þriðja lagi af sögnum gömlu
mannanna. Svona var það, að enginn hefir byrjað
fyrr að ganga á dorg á Mývatni í fyrri daga fyrr en
fulltíðamaður og margir aldrei. Breyting á þessu varð
þegar veiðin byrjaði hjer 1864, eins og fyrr er getið,
breyting sem miðaði strax í þá átt, sem altaf hefir
verið haldið í til þess dags, að geta drepið sem mest