Andvari - 01.01.1923, Side 102
98
Fiskirannsóknir 1921—1922.
[Andvarf-
með dorginni og svo er ná komið, að helmingur —
hjer um bil — er tekinn með henni úr vatninu.
Þegar veiðin kom hjer í vatnið 1864, stóðu svo
saltir, að fólkið sem bjó næst vatninu og i næstu
sveitum í kring, var bláfátækt margt eftir fellisvetur
1859, og svo áfram harðæri og siglingaleysi (1869)..
Það var því eins og sending af himnum send handa
fólkinu í kring þessi langi aflakafli frá 1864—1874.
Fólk streymdi að vatninu til þess að leita sjer bjarg-
ar, bæði af heiðarbæjunum neðan við Kráká og úr
Bárðardal, Reykjadal, Fnjóskadal, LjósavatnsskarðL
Kinn, Laxárdal og Reykjahverfl og mátti með sanni
segja, að Mývatn forðaði þá miklum parti sýslubúa,.
sum þessi ár frá hungurdauða. Engir höfðu þá rjett.
til að veiða í vatninu, án endurgjalds, nema jarð-
iinar, sem lönd áttu að því, sem sjá má af því, aft
Jónas tengdafaðir minn, sem lengi bjó á Grænavatni,.
borgaði Geiteyjarstrandarbónda 1 sauð fyrir veiði t
vatninu og Kálfastrandarbónda 1 lambsfóður fyrir
hið sama. Á þessuin góðu aflaárum fór að fjölga ár
frá ári í skákinni á vatninu, því auk þeirra, sena
komu einungis til að fá keyptan og gefinn silung^
fjöigaði altaf einstökum mönnum, sem komu til a&
fá að ganga með dorg á vatnið, sumir nokkura daga,
og sumir yfir lengri tíma, eins og t. d. einn maður
úr Bárðardal (f 1885), sem var hjer ílest aflasumrin
meðan sú veiði stóð yfir, og flutti fleiri hestburði
heim til sin að endaðri veiði. Var hann uppalinn
hjer við vatnið og átti systkin nær því á hverjum
bæ, því leppalaus mun enginn hafa getað stundað
hjer veiði. Margir gerðu hjer lítinn usla, því þeir
voru óvanir og veiddu lítið, en þeir græddu samt £
hverri ferð, því margan málsverðinn fengu þeir fyrir