Andvari - 01.01.1923, Page 103
Andvari.]
Fiskirannsóknir 1921—1922.
9&
alls ekkert, eins og enn mun vera, Guði sje lof að
það fagra íslenska gestrisnisorð er ekki kafnað í rent-
um og renturentum eða aldauða í efnishyggju nú-
timans.
Frá þessu 10-ára skeiði er margs að minnast. það
eru mín æskuár, og þó að margt sje misjafnt yflr að
líta frá þeim árum, er þó fegurst, held eg, að hafa
verið sjónarvottur að þvi, hve mikið bændur og hús-
freyjur gáfu gestum og gangandi hjer við vatnið og
söddu víst margan svangan.
Veiðarfærið, dorgin, er ekki dýrt úthald, sjálft, og
á þessu timabili breyttist það (úthaldið) ekki, þó að
hún breyttist sjálf og aðferðin við veiðina á þessum
árum. Menn fóru fyrst að brúka fína fiskiöngla, og
þóttu þeir strax veiðnari en gömlu reddarnir og svo
voru líka smiðuðu önglarnir, sem brúkaðir voru
jöfnum höndum, gerðir fínni og seinast, rjett fyrir
aldamótin, var farið að brúka fína stangaröngla,
sem eins mega heita að viðurnefni kræðumorðingjar,
en hafa þann kosl, að þeir munu vera hálfu veiðn-
ari en önglar þeir, sem brúkaðir voru fyrri helming
aldarinnar. Einnig breyttist aðferðin öll að því leyli
að farið var að vaka svo þjett, hver fast hjá öðrum,
þar sem bröndu vart varð, að maður varð við mann;
var því þessi bletturino sópaður upp þenna klukku-
tímann og liinn þann næsta, allan daginn og viku
eftir viku.
Pessa þjettvökun innleiddu hjer menn og ungling-
ar, sem komu hingað á vatnið og höfðu áður stund-
að veiði á heiðarvötnunum hjer vestur frá. Sögðu
þeir, að silungurinn örfaðist í að taka með því að
vaka þjett, og skal þvi ekki neitað, að svo geti verið
og heldur ekki hægt að neita því, að þetta virðist