Andvari - 01.01.1923, Page 105
Andvari.]
Fiskirannsóknir 1921—1922.
101
stöku einstaklingar, svo sem urriði og krús svo köll-
uð æxli eitthvað kyn sitt í holum og gjótum, skamt
inni, við vatnið, en alt mun það líka leita í ljósið
og daginn, þegar það kemst á kreik.
Eg hefl nú með fáum orðum gefið ókunnugum
ofurlitla hugmynd um, hvernig til hafi gengið með
veiðina í Mývatni á 19. öld og þó það sje ófullkom-
ið, held eg það betra en ekki neitt.
Hverf eg þá að aðalmálinu okkar á milli, sem er
og hefir verið: að auka og vernda þá iðnaðargrein,
sem í vötnum felst og þá er það Mývatn, sem eg er
kunnugastur. Það er víst óhætt að segja, að fyrir
1880 hafi ekkert verið gert fyrir vatnið; menn drepa
silunginn og engum hafi þá dottið neitt í hug til
viðhalds eða aukningar silungs í vatninu. í*á um það
leyti kemur út rilgerð í Andvara eftir Árna landfó-
geta Thorsteinsson og man eg hve menn þá urðu
spentir fyrir klaki og töldu þetta svo einfalt, að nú
mundi ekki vera mikill galdur að fylla öll vötn með
fisk. En fyllingin hefir farið hægt, bæði hjer og eg
held anuarsstaðar, eins og sjá má af eftirfarandi
línum.
4 árin fyrstu afníunda tug aldarinnar voru einhverj-
ar ómerkilegar tilraunir gerðar með að frjóvga hrogn
og láta í lindir og uppsprettur, en engan sýnilegan
árangur var hægt að fá í svo fiskauðgu vatni. Hrogn-
unum var eins og hent í sjóinn, þó vill maður ekki
fyrirtaka, að þetta hafi verið betra en ekki neitt. Ár-
ið 1884 kom hjer Arthur Feddersen. Hefir hann skrif-
að ritgerð um það í Andvara 1885, bls. 119—123.
Hitti hann hjer illa á með veiði, því silungsþurð var
í vatninu eftir hitasumarið 1880, eins og eg gat um
hjer að framan. Hann varð því fyrir vonbrigðum,
7