Andvari - 01.01.1923, Síða 106
102
Fiskirannsóknir 1921—1922.
[Andvarí.
hvað veiði og veiðiáhuga snertir hjá bændum, nema
Halldóri á Kálfaströnd, sem hann telur »duglegasta
veiðimanninn við Mývatn« og getur það satt verið,
en hitt og annað er líka ýkt og missögn, t. d. að:
whrogn sjeu eins stór og matbaunir«, og eins dýpið
í vatninu, sem komist hefir í bækur nokkuð óná-
kvæmt, Ekki sjest, að Feddersen hafi gefið bændum
hjer neinar upplýsingar eða ráðleggingar með klak,
aðrar en verndun fisksins í vatninu, en hann vísar
á öðrum stað í ritgerðinni á bækling sinn »Fiske-
avl« og var það reyndar nóg.
Margt var af ritgerð Feddersens hægt að læra og
þó mest af bæklingnnm, meðan ekki var öðru betra
til að dreifa.
Árið 1883 flutti Einar Friðriksson í Svartárkoti
frjóvguð hrogn frá Mývatni suður í Svartárvatn og
svo fleiri ár, meðan hann bjó þar til 1895. Þóttist
hann viss um, að hann hefði bætt veiðina mikið
þann tíma, bæði að tölu og vexti. Eins hefði það
átt að geta borið ávöxt annarsslaðar, með sömu við-
leitni og alúð, eins og Einar sýudi.
Einar í Svartárkoti átti einn Svartárvatn, en um
Mývaln voru margir eigendur og gerði það aðstöðu-
mun, sem um munaði. Engin sterk samlök voru
hafin til bjargráða og viðreisnar vatninu.
Það fyrsta sem sjest að gert hefir verið, er afr
flestir bændur við vatnið hafa gert með sjer sam-
þykt í marz 1889 og eru helsta ákvæði hennar þessi:
1) »Friðuð nokkur riðsvæði kringum vatnið«. 2)
»friðuð fyrir drápi hver branda innan við 7 þuml.,
með sporði og höfði«. 3) »Lágmark möskvastærðar
1 þuml. leggurinn«. 4) »Engum er heimilt að veiða
fyrir landi annars án leyfis, enda gjaldi landeiganda.