Andvari - 01.01.1923, Side 107
Andvari.]
Fisktrannsóknir 1921—1922.
103
^/ío af veiðinni«. 5) »Hvern sem brýtur samþyktina,
skal sekta alt að 50 kr. og skal sektafje varið til
klaktilrauna«. — Samþykt þessi var ákveðin að
standa til jafnlengdar 1890. Undir samþyktinni standa
18 nöfn og Jón Sigurðsson efst, sem líklega hefir
hvatt til samþyktanna.
Engar sögur fara af þessu og enginn árangur sýni-
legur. Samþyktin niun hafa dáið út hljóðalaust á
sínum tiitekna tíma. Svo líður og bíður þar lil 1895,
að 7 manna nefnd er kosin á fundi á Skútustöðum
18. marz það ár, til að koma með tillögur um veiði
í Mývatni og meðferð þess og eru tillögur hennar
þessar:
1) »Að veiðirjettur í Mývalni heyri eingöngu til
þeim, sem lönd eiga að vatninu, á þann hátt, að
sjereign hvers landeiganda sje 1 dráttarmál (60 —
100 faðm.) frá landi hans, eða í miðjan ál, ef minna
er en 2 dráttarmál. Hinir partar valnsins eru satn-
eign allra landeigenda«.
2) »þá var nefndin einhuga á, að gera skyldi sam-
þyktir um veiðiskap á Mývatni og eru tillögur henn-
ar þessar:
a. Nefndin var einhuga á, að samþyktin friði gegn
dráttarveiði og niðursetu, svo og lagnetjum með
smærri riða en venjulegum nótarriða, tiltekin svæði,
sem silungur riðar á fyrir hverju landi.
b. Sömuleiðis, að friðaður verði að fullu silungur,
sem er minni en 10 þuml. með sporði og höfði.
c. Meiri hluti nefndar samþykti takmörkun á hita-
silungsveiði.
d. Sömuleiðis um afnám friðunar á húsönd.
3) »Nefndin er einhuga á því, að gerðar sjeu. til-
raunir með klak á stöðum þeim, er til þess þykja
7*