Andvari - 01.01.1923, Qupperneq 108
104
Fiskirannsóknir 1921—1922.
[Andvari.
hæfir og megi enginn veiðieigandi skorast undan til-
lagi til þess.
4) Að síðustu var nefndin einhuga á, að svo fremi
lillögur hennar um veiðisamþykt verði framkvæmd-
ar, þá þurfi allir eigendur vatnsins að kjósa nefnd,
sem hafi á hendi yfirumsjón með samþyktunum, svo
og klaktilraununum, sem gerðar kunna að verða.
Nöfn nefndarmanna; Pjetur Jónsson, Hallgr. Pjeturs-
son, Stefán Stefánsson, Kr. Jónsson, Helgi Jónsson,
Árni Jónsson, Jóhannes Sigurðsson.
Ekki sjest, að mikið hafi komið út af þessu í
næstu 10 árin þarna á eftir og lítið víst gert, þó
munu einstakir menn eitthvað lítilsháltav hafa verið
að reyna að frjóvga og láta niður á ýmsum stöðum,
eins og t. d. síra Árni á Stakhólstjörn. Hve mikið
gagn hefir að verið, er hulin gáta, en eilt er víst, að
eftir aldamótin þvarr veiðin tilfinnanlega. eins og sjá
má af skýrslunum. Árið 1900 kom hingað að vatn-
inu yfirkennari og fiskifræðingur landsins, Bjarni
Sæmundsson. Hefir hann skrifað um vatnið og \eru
sína hjer í Andvara XXVI ár, 1901, bls. 54—60.
Meðal annars skrifar hann. »Töluverðan áhuga varð
eg var við hjá mönnum á að reyna að auka veiðina
með því að klekja út, og væri það mikils um vert.
Pað hagar víða svo vel til, sjerstaklega við kalda-
vermslalindirnar hjá Garði, að ekki þyrfli annað en
laga til botninn og hreinsa burtu slý, þar sem frjóvg-
uð hrogn væru selt niður. Eg rjeði mönnum einnig
til að verja riðin, þar sem silungur hrygnir, fyrir
aðsókn andanna, því að líklegt er, að þær láti hrogn-
in ekki hlutlaus. Svo er og urriðinn slæmur gestur
á þeim stöðum«. Ymsar fleiri ráðleggingar mun hann
hafa gefið bændum við vatnið þá, og árið eftir sendir