Andvari - 01.01.1923, Qupperneq 109
Andvari.]
Fiskirannsóknir 1921—1922.
105
hann síra Árna líkan að og fyrirsögn um »einfalda
klakvjel«, sem síra Árni ljet víst gera eftir og mis-
tókst sú tilraun, eins og B. getur um á öðrum stað,
en hefir þó verið rjetta sporið. Menn halda því á--
fram þessum tilraunum með opnu byrgin, með tví-
sýnum árangri og víst nokkuð hangandi hendi. Því
nú hnignar veiðinni ár frá ári, eða eins og B. orðar
það (sjá Andv. 40. ár, 1915, bls. 36). »Á þessum ár-
um þótti veiðinni síhnigna í vatninu, til þess að ráða
einhverja bót á því, var haldinn fundur á Geiteyjar-
strönd 7. febr. 1905, fyrir forgöngu síra Árna, og
stofnað »Veiðifjelag Mývatns«. 16 bændur kring-
um vatnið af flestum jörðum eru stofnendur þess,
með 2 kr. till., og mynduðu strax sljórn og gerðu
samþyktir um verndun og viðhald silungsins i vatn-
inu. Síðar voru lög samin og fjelagið festist ár frá
ári betur í sessi, fyrir það eitt, að því fanst það
hafa tilgang og markmið, sem væri nauðsyn, og þó
því sje ekki enn að fullu náð, vonar maður, að það
færist nær. En markmiðið er og ætti að vera þetta:
Koma svo mikilli áhöfn eða íhöfn af fiski í þetta
vatn, sem það frekast leyfir og svo vernda þessa á-
höfn með notkun á rjettum tíma, og að hjálpa vötn-
um sem lengst í kringum sig, er nú skvampa fisk-
lítil eða fisklaus, en geta með góðri rækt framfleytt
hundruðum þúsunda.
Á fyrsta stofnfundi fjelagsins var kosin klaknefnd,
sem átti að sjá það á næsta ári. Bygði hún 7 byrgi
á ýmsum stöðum og ljet í þau frjóvguð hrogn, eftir
þeim reglum, sem þá voru kunnar og var þessu
haldið áfram fyrstu 5 árin frá stofnun fjelagsins. Al-
drei var hægt að sýna lifandi, syndandi síli, ekki
einu sinni með kviðpoka, held eg, því að alt var