Andvari - 01.01.1923, Blaðsíða 110
106
Fiskirannsóknir 1921—1922,
[Andvari.
horfið áður, og var þetta nokkuð þreytandi — vind-
sláttur eða hvað? — í*á var það á aðalfundi 10/n
1910, að einn fundarmanna1 skýrði fundinum frá,
að sjer hefði dottið í hug, að reyna með kassaút-
búnaði, eins og hann hafði hugsað sjer með gata-
plötum í báðum göflum og setja þá niður í tærar
uppsprettur. Um þetta urðu nokkrar umræður, en
engin ákvörðun tekin.
Daginn eftir fundinn fór eg til Einars Friðriksson-
ar í Reykjahlíð og bað hann að útbúa með mjer 3
kassa, eftir því sem eg hafði hugsað það. Við vor-
um rúman dag að þessu, og til að tvínóna nú ekki
lengur með neitt, fórum við með kassana fram í
Kálfaströnd og Garð, fengum hrogn til frjóvgunar
hjá bændum þar, sem drógu fyrir í tilefni af þessu.
Settum við tvo kassana niður í svo kallaða Grjóta-
voga og einn í lind hjá Garði. Úlkoman varð þá sú.
að við höfðum þá ánægju að hleypa úr kössunum
eftir hæfilega langan tíma lifaDdi, syndandi sílum.
Kassinn í Garðslind varð ekki að liði. Tala þessara
fyrstu síla var áætluð 15000 og man eg, að það lá
vel á síra Árna, þegar hann stóð á bakkanum og
sílin runnu fram voginn, eins og ský fyrir hægum
vindi. Þetta hleypti nú heldur en ekki betra blóði í
fjelagið, svo að framtiðarkinn þess varð rjóðari og
fleiri fóru að gefa því auga.
Um þetta leyti skrifa eg yður mitt fyrsta brjef,
svo yður er kunnugt um framhaldið«.
Eins og eg gat um áður, sagði eg sögu klaksins í
Skýrslu minni 1913 —14 (Andv. XL.) og svo fram-
hald hennar i Skýrslu 1917—18 (Andv. XLIV.), alt
1) o : Stefán sjálfur. (B. Sæm.).