Andvari - 01.01.1923, Page 111
Andvari.l
Fiskirannsóknir 1921—1922.
107
fram til 1919. f*að sama ár kom Gísli Árnason frá
Skútustöðum heim frá Noregi, fullnuma í klak-kunn-
áttu og með góðum meðmælum frá kennara sínuin,
Dr. Knut Dahl. Þegar næsta haust 1920 fór hann
norður til Mývatns, til þess að leiðbeina Veiðifjelag-
inu með klakið. Var þá klakið (samkv. upplýsingum
frá Stefáni) í 24 kössum og slept út 95 þús. seiðum.
Aflinn var talinn 21 þús. á dorg og 25 þús. í lagnet
og fyrirdrátt. Sumarið 1921 stóð Gísli fyrir klakhús-
smíðinni í Garði og það haust voru frjóvguð um 400
þús. hrogna, og að nokkru leyli látin í gömlu kass-
ana, en um vorið var slept út 127 þús. seiðum. Veið-
in í vatninu var yfir 60 þús., þar af um 30 þús. á
dorg. í vor er leið var í fyrsta sinn slept út úr klak-
húsinu. Var þá alls klakið 256 þús. seiðum og voru
36 þús. af þeim send í önnur völn í nágrannasvait-
unum. Annars hefir Gísli gefið opinberar skýrslur
um starfsemi sína í »Ægi«, 1922 og 23.
í viðbót við þetta skal eg geta þess, að í sumar
var komið upp laxa- og silungaklakshúsi hjá Laxa-
mýri og lindaklaki hjá Haga í Reykjadal, hvorltveggja
að fyrirsögn og undir umsjón Gísla klakmeistara. Er
nú vonandi, að fleiri komi á eftir og að Gísli fái úr
þessu nóg að starfa, og heppilegast teldi eg það, ef
þessar fyrstu tilraunir lánast vel áfram, að hann gæti
fengið einhverja hentuga landsjóðsjörð, þar sem hann
gæti búið búi sínu og um leið sett upp klakstöð
(fyrirmyndarstöð), sem ríkið ætti og kostaði, en hann
hefði umsjón með og þar sem menn gætu lært list-
ina að klekja og sjá um klak.