Andvari - 01.01.1923, Side 118
114
ísland og fullveldi pess.
Andvari.}
ust meir og meir. Ekki batnaði, þá er konungsfélag
hófst með Norðmönnum og Dönum, því að sú stjórn
gekk af Grænlendingum dauðurn og gekk svo nærri
íslendingum, að ekki voru hér nema 38000 menn
eftir í landinu í lok átjándu aldar. En í byrjun ÍÍL
aldarinnar kaslaði þó tólfunum. Árið 1814 gerði
Danakonungur friðarsamning við Svía, er hann átti
þá i ófriði við. Noregskonungur var þá sami maður-
inn og brást því ríki gersamlega. Velti hann sér úr
kónungdóminum og fekk hann í hendur Svíakon-
ungi. En til þess skorti hann heimild, þvi að hann
gat eigi afhent öðrum ríkið. Sami maður var þá og
íslandskonungur og áskilur hann sér að halda því
ríki framvegis og auk þess Færeyjum og Grænlandu
En til þessa hafði hann eigi heldur neina heimild.
Hann gat hvorki afhent norska ríkið né hlutað það
í sundur, og á því sama augnabragði sem hann velt-
ist úr konungdómi í Noregi hætti hann og að vera
konungur íslands. Samningur þessi, gerður í Kiel
1814, gat aldrei skuldbundið Noreg eða ísland, því
að hvorugur samningsaðili átti rétt til þess að skuld-
binda þau. Noregur neytti vopna sinna og hugrekkis
og komst að sæmilegum skilmálum við Svía, en ís-
lendingar lágu í dauðateygjunum, vissu ekkert, gátu
ekkert og gerðu ekkert. En einmitt þessvegna geymd-
ist réttur vor.
En er stjórnarskrárbarátta vor hófst, þá var farið
fram á nokkra sjálfstjórn, og Jón Sigurðsson sannar
að samband íslands við Noreg hafi verið konungs-
samband og vitnaði hann og aðrir síðan jafnan til
gamla sáttmála um rétt íslands. Hitt athugaði þá
enginn, að Kílarsamningurinn gat ekki skuldbundið
ísland, enda mun fátt hafa verið gefið út af skjölum