Andvari - 01.01.1923, Page 124
120
ísland og fullveldi pess.
[Andvari.
er fullveðja og eigi forfallaður og ef hann er annað-
hvort á íslandi eða í Danmörku. Annars kýs sam-
einað þing ríkisstjóra með sama hætti sem forsetar
Alþingis eru kosnir.
Nú hefir stjórnin verið falin öðrum en ríkisarfa af
fyr greindum ástæðum og tekur hann þá við henni
jafnskjótt sem forföll hans hverfa eða hann kemur
heim í annaðhvort ríkið. En ef efi leikur á um þetta
atriði, þá skal stjórnarráðið kalla Alþingi saman taf-
arlaust og ræður sameinað þing málinu til lykta.
§ 2. Nú óttast menn að ríkisaríi verði ófullveðja,
þegar konungur deyr eða verði ófær til rikissljórnar
af öðrum ástæðum, þá gerir konungur ráðstafanir til
þess með samþykki Alþingis, að ríkisstjóri sé skip-
aður. En ef konungur deyr áður en hann gerir þess-
ar ráðstafanir, þá kallar stjórnarráðið Alþingi til
fundar tafarlaust og velur þá sameinað Alþingi ríkis-
stjóra með þeim hætti, er segir í 1. gr.
§ 3. Nú deyr ófullveðja konungur og annar ófull-
veðja erfir konungstignina, og skal þá sami ríkis-
stjóri fara með stjórn fyrir hann sem fór með stjórn
fyrir hinn andaða konung.
§ 4. Nú deyr konungur og ríkisarfi er hvorki á ís-
landi né í Danmörku, og skal þá Alþingi setja hon-
um frest til heimkomu og ríkistöku og ákveða hvort
stjórnarráðið á að fara með ríkisstjórn meðan sá
frestur stendur eða skipa skal ríkisstjóra.
§ 5. Ríkisstjóri skal maður af ætt konungs full-
veðja og arfgengur til rikis, eða fullveðja maður, sem
hefir íslenzkan þegnrétt (ríkisborgararétt), og vera
Lutherslrúar.
§ 6. Enginft má taka við stjórn, nema hann vinni
fyrst eið þann, er getur í 6. gr. stjórnarskrárinnar.