Andvari - 01.01.1923, Page 125
Andvari.]
ísland og fullveldi pess.
121
§ 7. Ríkisstjóri er jafnt settur gegn lögum landsins
sem konungur alla þá stund sem ríkisstjóri fer með
stjórnina. Hann fer með vald konungs og er ábyrgð-
arlaus sem konungur, ráðherrarnir bera ábyrgð á
öllum stjórnarathöfnum.
§ 8. Nú getur ríkisstjóri eigi tekið við stjórninní
eða vill það ekki eða deyr eða verður ófær til að
hafa stjórnina á bendi eða vill segja af sér, og skal
þá stjórnarráðið kalla Alþingi saman tafarlaust, og
kýs þá sameinað þing annan ríkisstjóra.
§ 9. Stjórnarráðið fer jafnan með stjórnina, þegar
ríkisstjóri tekur eigi tafarlaust við benni eða lætur
síðar af stjórn«.
Eg þykist eigi geta sýnt ljósar, hvað felst í 3. gr.
sambandslaganna, með öðrum hætti en þeim, að
setja það i lagagreinar. En þessi skilningur er vafa-
laus. .
4. gr. »Konungur getur eigi verið þjóðhöfðingi í
öðrum löndum án samþykkis Ríkisþings Danmerkur
og Alþingis íslands«.
Þelta var áður í dönskum lögum, að konungur
þyrfti þingleyfi til þess að vera þjóðhöfðingi í öðru
ríki. Og samþykkt sambandslaganna er um leið leyfi
fyrir þann mann, sem fer með konungdóm í Dan-
mörku, til þess að vera þjóðhöfðingi á íslandi. ís-
land hefði aldrei liaft það í lögum sínum og það
var eigi tilskilið í gamla sáttmála. En í þessari 4. gr.
sambandslaganna lýsa þeir yfir þvi, íslendingar, að
svo vilji þeir vera láta framvegis. Er hún því að
efni og réttum málavöxtum íslenzk lög (sbr. 5. gr.
stjórnarskrárinnar), en hvorki dönsk lög né samn-
ingur, nema menn vilji telja það samning, að áskilið
er sampykki beggja ríkjanna. Pó þarf engan samning