Andvari - 01.01.1923, Síða 127
Andvari.]
ísland og fullveldi þess.
123
Dönsk skip njóta á íslandi sömu réttinda sem ís-
lenzk skip, og gagnkvæmt.
Danskar og íslenzkar afurðir og afrek skulu gagn-
kvæmlega eigi að neinu leyti sæta óhagkvæmari kjör-
um en nokkurs annars lands«.
í viðurkenning Dana á fullveldi íslands felst auð-
vitað og viðurkenning þeirra á sérstökum íslenzkum
þegnrétti, því að ekkert ríki er án þegna, kemur sú
viðurkenning þrisvar fram í þessari grein. En jafn-
framt er samið um að Danir njóti sama réttar sem
vér hér á landi og vér sama réttar sem þeir í Dan-
mörku. Þetta er mikil ívilnun við Dani, því að bæði
eru þeir fleiri og geta því fleiri notið réttarins af
þeirra hendi, og auk þess er hér eftir meira að slægj-
ast, einkum þar sem er veiðirétturinn. Þó getur þetta
ákvæði orðið nokkurs virði fyrir oss einnig, ef enda-
lok Grænlandsmálanna ganga Dönum í vil, enda
krafðist eg þess þá þegar, er samningarnir stóðu yfir,
að oss væri leyfð veiði við strendur Grænlands.
Þessi jafnréttissamningur skapar þó enga nýjung í
sambúð þessara ríkja, því að vér höfðum áður veitt
Dönum þetta jafnrétti með íslenzkuin lögum, og þar
sem vér vorum jafnan fullvalda riki, þá höfum vér
veitt þeim það af fullveldi voru. Vér höfum því hér
gert þeim þá ívilnun að innihaldi þeirra laga verði
eigi breytt fyr en eftir 1940. En það er og mikil
ívilnun og má kalla verð fyrir viðurkenning Dana á
fullveldi voru. Hér var ritað uin fyrsta og þriðja lið
greinarinnar. í öðrum lið er ekkert nýlt, þvi að Dan-
ir hafa aldrei verið herskyldir hér, né heldur vér
þar. Liðurinn er því óþarfur, og hefði þetta átt vel
við í athugasemdum. Ákvæðið um skipin er viðlíka
hagfellt fyrir hvorutveggja. Síðasti liður greinarinnar