Andvari - 01.01.1923, Page 128
124
ísland og fullveldi pess.
[Andvari.
sýnir einna bezt eðli sambandsins milli fslands og
Danmerkur. Hann er blátt áfram beztu kjara ákvæði,
slíkt sem hvort ríkið um sig gæti gert við bvert
annað ríki í heiminum. Ættim vér og vafalaust að
gera slíkan samning við fléiri ríki en Danmörku.
Sjötta greinin tilheyrir vafalaust þeim samningi, sem
felst í sambandslögunum.
7. gr. »Danmörk fer með utanríkismál íslands í
umboði þess.
í utanríkisstjórnarráðinu skal skipa eftir ósk ís-
lenzku stjórnarinnar og i samráði við hana trúnað-
armann, er hafi þekking á íslenzkum högum, til þess
að starfa að islenzkum málum.
Nú er einhversstaðar enginn sendiherra eða sendi-
ræðismaður, og skal þá skipa hann eftir ósk íslenzku
stjórnarinnar og í samráði við hana, enda greiði ís-
land kostnaðinn. Með sömu skilyrðum skal skipa
ráðunauta með þekkingu á íslenzkum högum við
sendisveitir og ræðismannaembætti þau sem nú eru.
Ef stjórn íslands kýs að senda úr landi sendimenn
á sinn kostnað, til þess að semja um sérstök ís-
lenzk málefni, má það verða í samráði við utan-
ríkisráðherra.
Samningar þeir, sem þegar eru gerðir milli Dan-
merkur og annara rikja og birtir, og ísland varða,
gilda og þar. Ríkjasamningar þeir, sem Danmörk
gerir eftir að sambandslög þessi hafa náð staðfest-
ingu, skuldbinda ekki ísland, nema samþykki réttra
íslenzkra stjórnarvalda komi til«.
Hér heita Danir því, að gera oss þann greiða að
vera umboðsmenn vorir í utanríkismálum íslands.
En aðgæzluverð er fyrsta setningin fyrir þá, sem
hafa sáttmálann einungis á dönsku. Á dönskunni