Andvari - 01.01.1923, Side 129
Andvari.l
ísland og fullveldi pess.
125
stendur »paa Islands Vegnea þar sem á íslenzkunni
stendur »í umboði þess«. Paa — Vegne er miklu um-
fangsmeira hugtak, en i umboði. En þar sem samn-
ingurinn er frumsaminn á báðum málunum, þá er
auðsætt að íslenzku orðin i umboði takmarka og ein-
skorða merking dönsku orðanna paa vegne, svo að
þau merkja á þessum stað ekkert annað en islenzku
orðin. Danir geta því ekkert gert í íslenzkum utan-
ríkismálum, nema eftir umboði voru. En er nú þetta
umboð í sjálfri greininni? Nei! Sumir íslendingar
halda því þó fram, og má búast við að Danir gangi
þá á lagið og haldi því sama fram. Ótakmarkað
umboð getur hún ekki verið. Fyrst og fremst sakir
þess, að með því væri ónýtt viðurkenningin á full-
veldi landsins í 1. gr.' Má því vita fyrir víst, að hin-
ir íslenzku samningamenn hafa eigi ætlast til að svo
væri skilið, enda mundu hinir dönsku samninga-
menn hafa verið svo miklir drengskaparmenn, að
þeir hefði eigi notað sér heimsku vora svo risavaxna.
Jafnvel íslendingar þeir, er fyr var getið, mundu eigi
vilja halda því fram, að Danir hafi fengið ótakmark-
að umboð til þess að ráða yfir utanríkismálum vor-
um. En hefði nú þó svo illa tekizt til, að vér hefð-
im með 7. gr. falið annari þjóð yfirráðin yfir utan-
ríkismálum vorum og þarmeð ónýtt viðurkenning-
una á sjálfstæði voru í 1. gr., þá hefði þó eigi mátt
standast að setja 19. gr. svo vaxna sem hún er í
samninginn. Því að þar stendur það, að Danmörk
tilkynni erlendum ríkjum, að hún hafi viðurkennt ís-
land fullvalda ríki og það sé i samræmi við efni
þessara sambandslaga, og jafnframt á að tilkynna
ótvírætt fullveldisverk Islands, þar sem það lýsir
yfir ævaranda hlutleysi. í öðru lagi getur hér eigi