Andvari - 01.01.1923, Blaðsíða 131
Andvari.j
ísland og fullveldi þess.
127
þörfum. Er hann trúnaðarmaður og ráðunautur Dana
um erindisrekstur þeirra fyrir ísland.
I þriðja lið greinarinnar er svo umsamið að þar
skuli vera íslenzkur sendimaður, sem Danir hafa
engan, en ísland þarf að hafa. Eftir eðli málsins
hlýtur hann að vera íslenzkur embættismaður og
eigi síður af hinu, að ísland borgar honum. I grund-
vallarlögum Dana, er hvergi til heimild til þess, að
láta önnur ríki launa dönskum embættismönnum, og
í stjórnarskrá íslands er hvergi heimild til þess, að
vér greiðim embættismönnum annars ríkis laun. Pað
væri því í rauninni brot á stjórnarskrá beggja ríkj-
anna að telja þessa menn danska embættismenn.
Enda hefir hinn íslenzki hluti ráðgjafanefndariunar
þegar gefið yfirlýsing um þetta atriði samkvæma
því, sem hér var sagt. Og það ætti að vera nokkurs
virði, því að þeir menn, þrír talsins, voru allir í
samninganefndinni og mega því bezt vita, hvernig
þeir hugsuðu þetta frá upphafi. Nákvæmlega sama
máli gegnir uin ráðunauta, er vér létim vera með
sendisveitum Dana, sem ætlað væri að vinna að ut-
anrikismálum íslands.
En síðasta málsgrein þriðja liðsins, ber þess þó
lang skýrast vitni, að umboð það, sem Dönum er
heitið í greininni, er þess eðlis sem fyr var sagt og
að vér höfum bæði tögl og hagldir sem og var sjálf-
sagt. Þar er sagt að stjórn vor geti sent menn úr
landi til þess að semja um sérstök mál. Þessir sendi-
menn eru auðvitað sama eðlis sem sendimenn ann-
ara ríkja, eru sendiherrar. Og þótt þar standi að
þetta megi verða í samráði við utanríkisráðherra
Dana, þá er þar eigi um annað að ræða en að hann