Andvari - 01.01.1923, Side 133
Andvari.l
ísland og fullveldi þess.
129
breytinga á stfórnarhögum ríkisins, nema samþykki
Alþingis komi til«. — Hér var sýnt að 7. gr. sátt-
málans ætlar íslandi eigi einungis utanríkismál, held-
ur og full yfirráð yfir þeim. Hefir ísland því óskor-
aðan sendirétt (ius legationum), bæði til þess að
senda sendiherra til annara ríkja og til þess að taka
við sendimönnum, sáttmála og samningarétt (ius
foederum ac tractatuum). En 19. gr. sýnir að ísland
hefir vald friðar og ófriðar (ius belli ac pacis) og
neytir þess réttar milligöngulaust og umboðsmanna-
laust, er það lýsir yfir ævinnlegu hlutleysi sínu.
8. gr. »Danmörk hefir á hendi gæzlu fiskiveiða í
íslenzkri landhelgi undir dönskum fána, þar til ís-
land kynni að ákveða að taka hana í sínar hendur,
að öllu eða nokkru leyti, á sinn kostnað«.
það er litur á endurgjaldi fyrir fiskirétt danskra
þegna við ísland, að Danmörk heldur uppi strand-
gæzlu að litlum hluta, en sakir þess að hún hefir herskip
til þessarar gæzlu, þá fær hún leyfi til þess, að þau
megi vera undir dönskum fána. Orðalag greinarinn-
ar virðist gera ráð fyrir að þessi gæzla falli niður,
þegar ísland ákveður að laka strandgæzluna í sínar
hendur að nokkru leyli. Þetta hefir þó eigi verið
framkvæmt svo, þvi að ísland hafði þegar nokkra
strandgæzlu á sinn kostnað áður en sáttmálinn var
gerður. Orðin »þar til ísland — kostnað« eru því
sett til þess, að ólvirætt sé að ísland ráði því, að
dönsk strandgæzla sé hér eigi lengur en vér óskum.
Hvenær sem oss þykir betur sama að vera án henn-
ar, þá kunngjörum vér Dönum að nú munim vér
taka alla strandgæzlu hér við land í vorar hendur,
og þá er þessi grein sállmálans fallin úr gildi.
9. gr. »Myntskipun sú, sem hingaðtil hefir gilt í