Andvari - 01.01.1923, Page 134
130
ísland og fullveldi þess.
[Andvari.
báðum rikjum, skal vera áfram í gildi meðan mynt-
samband Norðurlanda helzt.
Ef ísland kynni að óska að stofna eigin pen-
ingasláttu, verður að semja við Svíþjöð og Noreg
um það, hvort mynt sú, sem slegin er á íslandi,
skuli vera viðurkenndur löglegur gjaldeyrir í þess-
um löndum«.
Hér er ekki um neinn eiginlegan samning að ræða,
heldur er hér í fyrra lið lýst yfir því, að ísland hafi
verið i myntsambandi Norðurlanda og verði fram-
vegis, en i síðara hlula er aftur sagt að Danir vilji
eigi bera ábyrgð á því, hvort Noregur og Svíþjóð
tekur íslenzka mynt gilda, sakir þess, að þeir höfðu
áður haldið því fram, að ísland væri aðeins hluti
úr Danmörku. En vér léltum því af þeim, að fara
nú til hinna annara frændþjóða vorra og segja þeim,
að hin fyrri skoðun sín hefði verið röng, og tók-
umst á hendur að semja um þelta atriði við Norð-
menn og Svía. En úr því Danir hafa nú viðurkennt,
að vér hafim áður verið fullvalda riki, þá ælti Nor-
egi og Svþjóð að vera það meinfangalaust að gera
hið sama og því telja oss jafnan hafa verið og vera
enn í myntsambandinu og vora mynt því jafngilda
mynt hinna þriggja ríkjanna, sem eru í myntsam-
bandinu. Verðum vér því fyrst að spyrja, hvort þess-
ar tvær fræDdþjóðir vorar líli svo á sem hér var
sagt, en semja síðan, geri þær það eigi.
10. gr. »Hæsliréttur Danmerkur hefir á hendi
æðsta dómsvald í íslenzkum málum, þar til ísland
kynni að ákveða að stofna æðsta dómslól í landinu
sjálfu. En þangað til skal skipa íslending í eitt dóm-
arasæti í hæstarétti, og kemur það ákvæði til fram-
kvæmda, þegar sæti losnar næst í dóminum«.