Andvari - 01.01.1923, Side 136
132
ísland og fullveldi þess.
[Andvari.
króna og skal stofna af þeim tvo sjóði, hvorn að
upphæð 1 miljón króna, í því skyni að efla andlegt
samband miili Danmerkur og íslands, styðja íslenzk-
ar vísindarannsóknir og aðra visindastarfsemi og
styrkja íslenzka námsmenn. Annar þessara sjóða er
lagður til háskólans í Reykjavik, en hinn til háskól-
ans í Kaupmannahöfn.
Nánari fyrirmæli um stjórn og starfsemi sjóðanna
setur konungur eftir tillögum stjórnar hvors lands,
að fengnu áliti háskóla þess«.
Með þessum tveim greinum er hinni fornu skulda-
deilu ráðið til lykta. Hér höfum vér gefið eftir stór-
fé af þvi, sem Jón Sigurðsson sannaði að vér ættim
hjá Dönum. Fyrst er sú fjárupphæð, sem félagsbú
beggja rikjanna hefir haft af íslandi, langtum meira
fé en hér er gert ráð fyrir, en auk þess gefum vér
Dönum aðra miljónina. Svo skilja þeir að minsta
kosti, þvi að dæmi veit eg þess, að efnilegum ung-
um íslendingi var synjað þar um styrk af sáttmála-
sjóðnum danska sakir þess, að hann ætlaði að nema
i öðru landi en Danmörku. Þessar greinar eru því
ótvírætt samningur, og stendur þó öðruvísi á um
þær (og 10. gr.), en um önnur atriði samningsins,
því að þær eru fullnaðarsamningur og verður eigi
sagt upp, sakir þess, að þær eru nú þegar fram-
kvæmdar svo, að engin rifting getur átt sér stað.
15. gr. »Hvort Iand fyrir sig ákveður, hvernig hags-
muna þess sjálfs og þegna þess skuli gælt í hinu
landinu«.
Hér er að eins um yfirlýsing að ræða, sjálfsagðra
hluta, og má því vel segja að þessi grein hafi verið
gersamlega óþörf. Þá er ráðgjafarnefndin eftir 16. gr.
átti fund með sér i fyrsta sinn 1919, þá talaðist svo