Andvari - 01.01.1923, Síða 138
134
ísland og fullveldi þess.
[Andvari.
um bundið. Nefndinni ber að gera tillögur um breyt-
ingar á þeim frumvarpsákvæðum, sem hún telur
koma í bága við hagsmuni annarshvors ríkisins eða
þegna þess.
Nelndin hefir ennfremur það hlutverk, annaðhvort
eftir tilmælum stjórnanna eða af eigin hvötum, að
undirhúa samning lagafrumvarpa, er miða að sam-
vinnu milli ríkjanna og samræmi í löggjöf þeirra,
og að taka þátt í samvinnu um sameiginlega löggjöf
í Norðurlöndum.
Nánari fyrirmæli um tilhögun og starfsemi nefnd-
arinnar setur konungur eftir tillögum frá stjórnum
beggja landa«.
Þessi grein er svo til orðin, að hinir dönsku samn-
ingamenn báðu allþarflega um hana, en vér sáum eng-
an háska mega af henni stafa. Þó vildum vér eigi að
hún yrði nein sameiginleg stofnun fyrir bæði ríkin,
er talizt gæti stjórnskipulegs eðlis. Var henni því
ekkert vald gefið, heldur látin eingöngu vera ráðgef-
andi. Og þeir hlutir, sem hún gefur ráð um, eru
vafasöm atriði í framkvæmd sáttmálans. Þó er þetta
ráðgjafarstarf mjög svo marklaust, sakir þess að
nefndin getur eigi athugað frv. áður en þau eru lögð
fyrir þingin. Ráð hennar um lagasetning eru kák eitt,
þvíað jafnan er það »sérstaklega miklum vandkvæð-
um bundið« að leggja málin fyrir hana með þeim
hætti, er segir í greininni. Nefndin kemur að vísu
saman á fund einu sinni á ári, en helzt á þeim tíma
sem hvorugt þingið á setu. Það yrði því langur uppi
að bera frumvörp undir hana eftir ákvæðum grein-
arinnar, nema stjórnir landanna bæri aldrei yngri
frv. upp en fulls árs. Ráðgjafarstarfsemi nefndarinnar
hlýtur því að vera til málamyndar. En heima fyrir