Andvari - 01.01.1923, Page 141
Andvari.]
ísland og fullveldi þess.
137
hvernig samning þenna megi fella úr gildi. Er þar
um heimtuð tvöföld atkvæðagreiðsla bæði þingat-
kvæði og þjóðaratkvæði. Á tilsettum tíma munum
vér og fella hann úr gildi sem ætlað var frá upp-
hafi, og þótt heimtaður sé tiltekinn meirihluti, þá er
það eigi hættulegt, því að óhætt mundi að hafa 4/6
að skilyrði, þar sem vart mundi hittast sá þingmaður
sem vildi mæla móti samningsslitum. Ægilegri sýnast
ákvæðin um þjóðaratkvæðið, og þó er eigi heimtað-
ur nema rúmur helmingur atkvæða, eða 8/iX8/<—9/16
allra atkvæða.
Hér er til skilið að 3/4 allra atkvæðisbærra manna
taki þátt í atkvæðagreiðslunni eða 75%. En hvað er
þá að taka þátt i atkvæðagreiðslunni? Þeir gera það
tvímælalaust, sem segja annaðhvort já eða nei. En
þeir sem skila auðu, taka og þátt í atkvæðagreiðsl-
unni, því að þeir koma á kjörstað og afhenda at-
kvæðismiða sinn. Þá verða og auðir seðlar að telj-
ast lil meiri hlutans. Er þessa vel gælanda.
Enn er þess getanda, að eftir venjum og fyrirmæl-
um þjóðaréttarins fellur samningurinn allur ef van^
efndir verða þótt ekki sé nema í einu atriði.
19. gr. »Danmörk tilkynnir erlendum ríkjum að
hún sainkvæmt efni þessara sambandslaga hafi við-
urkent ísland fullvalda ríki, og tilkynnir jafnframt,
að ísland lýsi yfir ævaranda hlutleysi sínu og að
það hafi engan gunnfána«.
Danmörk tilkynnir af mörgum ástæðum. Sáttmál-
inn heimilar að Danmörk fari með eitthvað af utan-
ríkismálum vorum, og er þá eðlilegt að þetta sé
hennar fyrsta verk. Auk þess var Danmörk einmitt
það af heimsins rikjum, sem hafði mótmælt því, að
ísland væri fullvalda ríki og hafði einmitt sjálf mein-