Andvari - 01.01.1923, Page 143
Andvari.
Frá þjóðfundarárinu 1851.
Hannes Stephensen og Trampe greifi.
Eftir
Hallgrím Hallgrímsson.
Þjóðfundurinn 1851 hefir jafnan verið talinn einn
hinn merkasti viðburður í stjórnmálasögu íslendinga
á síðustu öld. Þá reyndi danska stjórnin í síðasta
sinn að beita ofbeldi og hervaldi við íslendinga, en
þjóðin reis nokkurnveginn samhuga til varnar. • Það
var meiri dugur í fulltrúum hennar þá, en á fund-
inum í Kópavogi 1662, og orð þjóðfundarmannanna,
»Vér mótmælum allir«, hafa orðið að þjóðlegum
eggjunarorðum, sem opt hefir verið vitnað til í stjórn-
arbaráttu hinna síðari tima.
Aldrei höfðu frelsisvonir íslendinga verið jafnríkar
og á þjóðfundarárinu. Öldurnar utan úr heimi höfðu
loksins náð hingað til lands og jarðvegurinn var vel
undirbúinn. Sama þjóðin, sem rúmum mannsaldri
áður haíði barist við hungurdauðann og verið á-
hugalaus og afskiptalaus um það, hvernig henni var
stjórnað, var nú orðin gagntekin af stjórnmálaáhuga.
Hin pólitíska vakning íslendinga á árunum fyrir
miðbik síðustu aldar, er einstakt fyrirbrigði í sögu
vorri, og eins og venja er til með slika viðburði, þá
lágu til þess margar orsakir. Fyrst og fremst áhrif
sunnan úr löndum. Júlíbyltingin 1830 hafði vakið
marga til umhugsunar um mál landsins, en það var
þó einkum Febrúarbyltingin 1848 og hin mikla frels-