Andvari - 01.01.1923, Blaðsíða 145
Audvari.]
Frá pjóöfundarárinu 1852.
141
breytingar, sem menn fóru fram á. Til dæmis var
þess krafist, að Island fengi frjálsa stjórnarskrá með
almennum kosningarrélti. Konungur hefði að eins
frestandi neitunarvald. Fjárhagur íslands og Dan-
merkur yrði aðskilinn. Verslunin gefin frjáls. Hæsti-
réttur seltur á stofn í landinu. Þrír ráðherrar færu
með æðstu völdin. Sendiherra skipaður í Kaupmanna-
höfn, og nú fóru jafnvel að heyrast raddir um að
stofna íslenskan háskóla í Reykjavík. Borgfirðingar
og Mýramenn gengu einna lengst í kröfum sínum,
enda áttu þeir öruggan oddvitann, þar sem var
Hannes Stephensen prófastur.
Það inundi víst engum hafa komið til hugar á
tveimur fyrstu áratugum aldarinnar, að Islendingar
yrðu einum mannsaldri síðar orðnir svona stórhuga
og bjartsýnir.
Þá kemur það atriðið, sem ef til vill er mikilvæg-
ast, og það er forvígismennirnir. Vér áttum því láni
að fagna að eiga þá marga vitra og mentaða menn,
sem voru gagnteknir af frelsishreyfingum tímanna
og gerðust leiðtogar alþýðunnar. Mentamennirnir
gengu i broddi fylkingar, og á þjóðfundinuin hafa
líklega ált sæti fleiri skörungar, en á nokkuru öðru
þingi hér á landi síðan alþingi var endurreist.
Það er almenn skoðun hér á landi, að sigur ís-
lendinga í stjórnarbaráttunni, sé fyrst og fremst að
þakka Jóni Sigurðssyni. Þetta er líka alveg rétt. Án
hans hefðu úrslitin verið óviss og sigurinn að minsta
kosti ekki verið unninn svo fljótt, eins og raun varð
á. Hin mikla persóna Jóns gnæfir yfir alla aðra
samtímamenn hans hér á landi, en því má ekki
gleyma, að einn maður, þó mikill sé, getur ekki ger-
breytt heilli þjóð og leitt hana til sigurs í harðri