Andvari - 01.01.1923, Síða 146
142
Frá þjóðfundarárinu 1851.
[Andvari.
baráttu, nema hann hafi góða menn sér til aðstoðar.
Það er heldur ekki fyr en á þjóðfundinum sem Jón
Sigurðsson verður alment viðurkendur foringi íslend-
inga. Nú kom fram heill hópur ágætra manna, sem
gerðust samherjar Jóns. Næstum því allir menta-
menn og embættismenn fengust eitthvað við stjórn-
mál, og skáld og rithöfundar höfðu glætt andlegt líf
og æltjarðarást þjóðarinnar. Frelsishreyfingarnar áttu
fyrst og fremst rót sína að rekja til mentamannanna,
en þó svo, að bændurnir veittu þeim öruggt fylgi, og
þeir gengu stundum lengra, en foringjuuum þótti
góðu hóti gegna.
Á árunum 1848 — 50 tóku æðstu embættismenn
landsins mikinn þátt í hreyfingunum, en þegar bar-
áttan harðnaði, fóru þeir að draga sig i hlé. Afstaða
þeirra var líka slæm. Þeir voru fulltrúar hinnar
dönsku stjórnar, og sami maðurinn gat í einu verið
skyldurækinn og duglegur embættismaður og versti
þröskuldur í vegi fyrir frelsiskröfum landa sinna.
Það hefir lengi verið mein þessarar þjóðar, að æðstu
stjórnarvöld hennar sátu i fjarlægu landi, skildu ekki
íslenskt mál og voru ókunnug staðháttum hér á landi.
Það er ein stétt embættismanna, sem ekki hvikaði
í stjórnarbaráttunni á þessum tímum, og það voru
prestarnir. Þeir stóðu líka betur að vígi, en flestir
aðrir embættismenn. Þeir voru minna háðir dönsku
stjórninni. Kirkjan var forn og þjóðleg stofnun og
æðsti embættismaður hennar, biskupinn, var íslensk-
ur maður. Svo voru prestarnir jafnhliða því, sem
þeir voru embættismenn og mentamenn, einnig bænd-
ur, lifðu með þeim og höfðu sömu áhugamál.
Þarsem nú prestarnir oftast voru best mentuðu
mennirnir i sveitunum og höfðu sömu stjórnmála-