Andvari - 01.01.1923, Page 147
Andvari.]
Frá þjóðfundarárinu 1851.
143
skoðanir og bændurnir og auk þess vilja og löngun
til starfs, þá var það eðlilegt, að þeir yrðu forvígis-
menn í baráttunni. Enda bar mikið á þeim um þess-
ar mundir. Á þjóðfundinum voru af 37 þjóðkjörnum
fulltrúum 13 prestvígðir menn og einn guðfræðis-
kandídat, sem síðar varð nafnkunnur prófastur.
Helmingur hinna konungkjörnu var einnig guðfræð-
ingar.
Margir af þessum prestum voru gáfaðir menn og
vel að sér, rausnarmenn í búskap og ríkir héraðs-
höfðingjar. Má nefna til dæmis þá Hannes Stephen-
sen á Ytra-Hólmi, Ólaf Johnsen á Stað, Hallgrím
Jónsson á Hólmum, Sigurð Gunnarsson á Desjar-
mýri og Halldór Jónsson á Hofi.
Hannes Stephensen var langfremstur þessara presta
sem stjórnmálamaður, og það má segja, að í nokkur
ár haíi hann verið aðalforinginn í stjórnmálabarátt-
unni hér á landi. Jón Sigurðsson sat í Kaupmanna-
höfn og var því of fjarri til þess að geta tekið stöð-
ugan þátt i viðburðunum hér heima. Hannes var
líka vel til foringja fallinn. Hann var kominn af hin-
um göfugustu ættum á landinu, og slikt var meira
metið þá, en nú á tímum. í embætti sínu var hann
mikils metinn og í héraði sínu réði hann einn öllu.
Hann þótti stundum nokkuð ráðríkur, en enginn ef-
aðist um velvilja hans. Geðrikur var hann og harð-
fengur í viðskiftum og undi lílt við, að láta hlut sinn
í neinu máli, en þó vanalega sanngjarn og sáttfús
við andstæðinga sina. Hann elskaði land sitt og þjóð,
en ísland var i hans augum sveipað dýrðarljóma
fornaldarinnar. Hann hafði líka ást á sögu landsins
og var að ýmsu leyti svipaður Fjölnismönnum í
skoðunum. Hann vildi til dæmis gera Þingvelli að