Andvari - 01.01.1923, Page 149
Andvari.]
Frá þjóðfuadarárinu 1851.
145
sem birtist í 8. árgangi Félagsritanna. Ritgerð þessi
flutti erlendu áhrifin til íslands, og má segja, að hún
skapi tímamót í sögu þjóðar vorrar. Hún er brenn-
andi herhvöt til íslendinga um að hefjast handa og
heimta frelsi sitl. Það er auðséð, að greinin er skrif-
uð i hita og undir sterkum áhrifum af Febrúarbj'lt-
ingunni, enda er meiri kraptur og alvöruþungi í
henni, en nokkru öðru, sem Jón hefir skrifað. Áhrif-
in komu lika fljótt í ljós. Sama sumar héldu nokkr-
ir af helstu mönnum landsins fund í Reykjavík til
þess að ræða um sijórnarskipun landsins. Hannes
Stephensen og Jón Guðmundsson voru þar forvígis-
nienn. Seinna um suinarið var haldinn fyrsti stjórn-
málafundur á Þingvöllum og jafnframt kom Hannes
því til leiðar, að Árnesingar og Rorgfirðitigar söindu
bænarskrá til konungs. Afleiðingin af þessu öllu varð
sú, að konungi voru sendar bænarskrár úr öllum
sýslum landsins og hann beðinn um að veita íslandi
þing með sama valdi og réttindum og Ríkisþing Dana
og að íslendingar fengju sjálfir, á þingi, sem kosið
vaíri með frjálslegum kosningalögum, að ráðgast um,
hvernig stjórnarskrá þeir vildu hafa.
Stjórnin tók vel í inálið og konungsbréf 23. Sept.
1848 lofaði að engin breyting skyldi gerð á stjórnar-
högum íslands, fyr en íslendingar hefðu látið í Ijósi
álit sitt um það á þar til kjörnu þingi. Þelta bréf er
grundvöllurinn undir þjóðfundinum og það vakti
mikla gleði meðal íslendinga. Fagrar vonir lifnuðu
og menn tór að dreyma um fullkomið sjálfstæði ís-
lands. Nú varð líka auðveldara að ræða málin, því
íslendingar eignuðust nú blöð. Þjóðólfur byrjaði að
koina út 5. Nov. 1848 og Lanztíðindi 5. Sept. ár-
ið eptir.