Andvari - 01.01.1923, Page 150
146
Frá þjóðfundarárinu 1851.
[Andvari.
Þingvallafundur var haldinn 1849 fyrir forgöngu
Hannesar Stephensens, og Alþingi samþykti um sum-
arið kosningalög fyrir þjóðfundinn og var kosið til
hans vorið 1850, en um sama leyti kom bréf kon-
ungs um að hann skyldi ekki verða haldinn fyr en
næsta ár. Þetta kom mönnum mjög á óvart og vakti
ákaflega gremju, og þjóðin varð heitari og æstari í
stjórnmálum, en menn höfðu þekt dæmi til fyr.
Stjórnarvöldin höfðu verið hálfhrædd við hreyfing-
uria og bannað prentun Þjóðólfs um hríð, en þetta
æsti menn auðvitað enn þá meira.
Pingvallafundur var enn haldinn um sumarið,
fyrir forgöngu Hannesar og var þar samþykt ávarp
til íslendinga, sem lesa má í Undirbúningsblaði und-
ir þjóðfundinn og víðar. Einnig var ákveðið að leita
álits í öllum sýslum landsins, um hina væntanlegu
sljórnarSkrá fyrir ísland. Þessar tillögur átti að senda
allsherjarnefnd í Reykjavík. í þessa nefnd voru meðal
annara kosnir, Pétur prófessor Pétursson, sem var
ritstjóri Lanztíðindanna og í miklu áliti, og sjálf-
ur stiptamtmaðurinn Trampe greifi, sem hafði sótt
fundinn.
Trampe hefir fengið illt eptirmæli lijá íslendingum
einsog von er til. Hann var ófær til stjórnar á þess-
um tímum. Að vísu var hann velviljaður íslandi og
reyndi að gera ýmislegt gott, en hann var ákaflega
hverflyndur og kjarklítill og auk þess fljólfær og
skammsýnn, og algerlega ráðalaus þegar i vanda var
komið. Þessir ókostir gerðu hann óhæfan til stjórnar
á æsingatimum, þó hann hefði getað verið sæmilegt
yfirvald þegar kyrð og friður ríkti.
Trampe mun í tyrstu hafa ætlað að sefa æsing-
arnar ineð því að gerast sjálfur einn af forvigismönn-