Andvari - 01.01.1923, Page 151
Andvari.]
Frá pjóðfundarárinu 1851.
147
um hreyfinganna. En kröfur manna gengu miklu
lengra en svo, að hann samkvæmt stöðu sinni, gæti
fylgt þeim. Álitin frá nefndum í hinum ýmsu sýslum1
fóru fram á fullkomið sjálfstæði Islands, og þá féll
Trampe allur ketill í eld og hann fann ekki annað
ráð en að rísa öndverður gegn þeirri hreyfingu, sem
hann hafði skömmu áður stutt.
Einsog undanfarin ár ætlaði Hannes að boða til
fundar á Þingvöllum. Átti sá fundur að vera haldinn
rétt áður en þjóðfundurinn byrjaði starf sitt. Þann
27. Febr. 1851 skrifaði Hannes Pétri Péturssyni bréf
og bað hann að taka auglýsingu um Pingvallafund-
inn í »Lanztíðindin«. Pétur komst þá í vanda, þar-
sem hann hafði verið einn af foringjunum árið áður
og hann var í rauninni frjálslyndur maður og Hann-
esi sammála í ýmsum greinum. En hann vissi, að
fundarhald þetta var stjórninni næsta ógeðfelt og lít-
il von var um að íslendingar mundu fá óskir sínar,
uppfyltar. Hann virðist ekki hafa verið neinn bar-
dagamaður og vildi síst af öllu styggja stjórnina.
Hann afréð því að leita ráða hjá Trampe stiptamt-
manni, sem gaf honum þær upplýsingar, að slíkur
fundur væri ólögmætur án síns leyfis. Pétur tók því
ekki auglýsinguna i blaðið, og skrifaði Hannesi og
sagði honum frá áliti stiptamtmanns.
Trampe mun hafa litið svo á, að þetta mundi
nægja til þess að Hannes hætli við að boða til Þing-
vallafundarins, en það fór öðruvísi. Hér álti greifinn
við mann, sem var honum ofurefli bæði að vits-
munum og harðfengi.
1) Pessi nefndarálit eru prentuð í UndirbúninRsblaði undir Pjóðfund-
inu. Hvk. og Kh. 1850 og 1851.