Andvari - 01.01.1923, Side 152
148
Frá þjóðfundarárinu 1851.
lAndvari.
Þegar Hannes fékk bréf Péturs skrifaði iiann
Trampe eftirfylgjandi bréf, sem lýsir ágætlega skoð-
unurn hans og hugsunarhætti:
Pann 27da dag f. m. skrifaði eg ritstjóra Lanztiðindanna
herra prófessori1 P. Pjeturssyni og bað hann taka inn í
blað sitt auglýsingar korn uin það, hvenær hagkvæmast
myndi að fundur sá við Öxará byrji, sem eftir samþykkt
Pingvallafundarins í sumar eð var hatdast skyldi þar í
sumar eö kemur; heflr herra prófessórinn þann lta dag
þ. m. skrifað það mér, að hann hafi borið það undiryðar
hávelborinlieit, hvort nokkuð gæti verið prentun þessarar
auglýsingar til fyrirstöðu, og að þér hefðuð svaiað því á
þá leið: »að slíkt fundarhald væri ólöglegt nema til þess
væri áður fengið samþykki viðkomandi yfirvalds, og að þá
embættismenn, sem gengjust fyrir þvilikum fundum án
téðs leyfis mætti krefja til að gera reikningsskap af slíku«.
Hafi eg nú verið aðíram kominn að brjóta lögin með
auglýsingarkorni þvi, sem eg sendi ritstjóra Lanztíðind-
anna til prentunar, þá kann eg yður, hávelborni herra!
auðmjúkast þakklæti fyrir það, að þér hindruðuð prentun-
ina, því engum geta lögin helgari verið, en eg vildi þau
væru mér. — En þó nú lögbroti þessu sé þannig afstýrt
fyrir viturlega varúð ritstjórans, og svar yðar upp á spurn-
ingu hans, þá er þó áform (attentat) mitt augljóst, að
vilja nefna dag til fundar þess, sem þegar í sumar eð var
samhuga var áformaður af ílestum ef ekki öllum þeim
fundarmönnum, sem þá voru á Pingvallafundinum, að hald-
inn skyldi verða á komandi sumri, og er mér ókunnugt
að einn liafi fremur öðrum gengist fyrir þessum áformaða
fundi, þetta áform mitt að stinga upp á fundardeginum,
er það sem eg vildi leyfa mér fám orðum að afsaka.
Mér var það með öllu ókunnugt, að það væri i lögum
vorum Islendinga, að oss væri fundir bannaðir, sem óvíða
mun eiga sér stað, þar sem þjóðir lifa í fullum friði, nema
þar sem harðstjórnir hræðast mannfundi og banna þá
þessvegna; eg ætlaði, að fundarréttindin væri ein af þjóð-
li Bréf |>i-ssi «ru öll i slijnlnsnfn! stiptamtsins á Pjóðskjnlnsnfni.