Andvari - 01.01.1923, Qupperneq 154
150
Frá þjóðfundarárinn 1851.
[Andvari.
er enu sem komiö er ólöglegt, og þessvegna sjálfsagt líka
auglýsingin um fundardaginn, þá dirflst eg hérmeð í skyld-
ugri undirgefni að beiðast yðar hávelborinheita leyfis að
auglýsingin megi þrentast í tímaritunum, og að leyfið ef
það veitist, tilkynnist ritstjóra Lanztíðindanna. Hins beiðist
eg ekki að þessu sinni, að Pingvallafundurinn megi hald-
ast i sumar, því livorki var það tilgangur minn með aug-
lýsingunni eiginlega að bjóða til hans, né heldur mun mér
annara um hann en fjölda-mörgum lanzmönnum minum,
sem nokkurt ómak myndu vilja á sig taka, ef það gæti
orðið fósturjörðu vorri til gagns, og konungi vorum, sem
ann oss alls góðs, til þóknunar.
Að öðruleiti er eg mér einkis ills tilgangs meðvitandi
með auglýsingu þessari, eg hefi samið hana sem íslending-
ur, og ef til vill, sem kosinn þjóðfundarmaður, sem annt
er um að vita þjóðviljann, áður enn eg á að tala máli hans
á þjóðfundínum, en engan veginn sem embættismaður því
ekki get eg séð hún eigi neitt skylt við embætti mitt, eða
eg þurfi að óttast reikningsskap fyrir hana.
Af því eg óttast, að fleiri kunni að vera mér likir í van-
þekkingunni, og ekki viti, að slíkt fundarhald sem hér ræð-
ir um, sé ólöglegt án viðkomanda yfirvalds leyfis, álít eg
það velgjörning og jafnvel skyldu yfirvaldsins að auglýsa
það, svo enginn leiðist til lögbrola i'yrir fávisku sakir einn-
ar, og væri þá vel að birt yrði hvert það viðkomandi yfir-
vald er, hvort heldur stiftamtmaður lanzins einn, amt-
mennirnir hver i sínu umdæmi, lögreglustjórinn í Arness
sýslu hvað Þingvallafundinn snertir, eða hvert hver mað-
ur sem fundinn vill sækja, á að leita leyfis sýslumanns
sins.
Ytrahólmi, þann 7da dag marsmánaðar 1851.
auömjúklegast.
Pessu bréfi var ekki gott að svara, því í raun og
veru var stiptamtmaður landsmönnum samsekur, þar
sem hann hafði leyft að halda Þingvallafundinn árið
áður átölulaust og sjálfur setið á honum. Með því
hafði hann þegjandi viðurkent rétt íslendinga til þess