Andvari - 01.01.1923, Síða 155
Andvari,]
Frá þjóöfundarárinu 1851.
151
að halda slíka fundi, og nú lenti hann í vandræðum
eins og eptirfylgjandi bréf til Hannesar dagsett 13.
Marts sjmir:
Út af bréfi yðar herra prófastur frá 7. þ. m. viðvíkjandi
þjóðfundi þeim, sem þér ætlið að samankalla á Þingvöll-
um þ. 28. júní þ. á., læt eg yður hérineð vita að það hefir
undrað mig stórum að þér herra prófastur, sem eptir stöðu
yðar eruð einn af æðri embættismönnum landsins, hafið
getað látið það álit i Ijósi, að þjóðfundir skilyrðislaust
gætu verið leyfilegir, og því einnig þeir fundir, sem hafa
upphlaup fyrir augnamið. Fað er skylda yfirvaldsins að
gjalda varhuga við að ekkert ólögmætt eigi sér stað. I*að
er sérhvers skylda, og einkum liggur sú skylda á herðum
emhættismanna að styðja og styrkja yfirvaldið til þessa, og
eins og eg sem háyfirvald i kröptugasta fyrirbýð og banna
alla slíka fundi, þannig get eg ekki gefið leyfi til að halda
nokkurn fund fyr en það fyrir mér er nákvæmlega sannað
og sýnt með rökum, og vissa fengin fyrir þvi, að menn á
þeim fundi, að öllu leyti haldi sér innan vébanda laganna,
og mun eg samkvæmt þeim myndugleika, sem mér þar til
allranáðugast er gefinn, vikja þeim embættismönnum sam-
stundis úr embætti, sem breyta þessu gagnstætt, og þar-
með með öllu traðka embættisskyldum sinum og brjóta
sinn áður aflagöa embættiseið.
Þetla bréf sýnir að nú er Trampe orðinn ákveðinn
í því að banna Pingvallafundinn, en hinsvegar eru
ásiæður þær, sem hann færir fyrir því að slík funda-
höld séu ólögmæt, harðla veigalitlar. Afstaða hans
var líka slæm. Hann hafði þá ekkert herlið við
hendina, og svo það sem mestu skifti var, að í Dan-
mörku var þá réttur manna til þess að halda opin-
bera stjórnmálafundi alment viðurkendur. Trampe
gat bannað að halda fundinn, en ef landsmenn neit-
uðu að hlýða því banni, var hann algerlega mátt-
laus, og honum mun ekki hafa þótt ráðlegt að snúa
10*