Andvari - 01.01.1923, Page 156
152
Frá þjóðfundarárinu 1851.
(Andvari.
sér til dönsku stjórnarinnar. Hann mun þá þegar
hafa óttast að Hannes myndi ekki hlýða banninu og
kalla saman fundinn í leyfisleysi og svo virðist sem
greifinn hafi jafnvel verið hræddur um aö draga
kynni til óspekta og uppþots. Hann vildi því tryggja
sér aðstoð embættismanna til þess að halda þjóð-
inni í skefjum og 17. Marts skrifaði hann öllum
sýslumönnum svohljóðandi bréf:
Pareð álitsskjöl þau uru stjórnarskipun íslands l'ram-
vegis, sem komin eru frá sýslunefndunum allflest ganga út
fyrír takmörk laganna og útbreiðsla þeirra til alþýðu, því
má álítast bæði skaðleg og ólögmæt, ber nákvæmlega að
gæta þess, að þesskonar hvorki eigi sér stað við mann-
fundi né á annan hátt, og fel eg því yður herra sýslumað-
ur að afstýra slíku með öllu í sýslu yðar, með því móti
og á þann hátt, sem yður þykir best við eiga og getið þér,
þá þér eruð í efa um eitthvað, spurt mig um það.1
Trampe skrifaði einnig sýslumanninum í Árnes-
sýslu sérstaklega og bað hann að sporna við fund-
inum.
Þetta umburðarbréf sýnir hve óákveðinn Trampe
var í raun og veru. Hann vildi banna fundahöld og
aptra útbreiðslu Undirbúningsblaðsins, en hann vissi
ekki hvaða ráð hann átti að hafa til þess. Sýslu-
mennirnir voru í vandræðum, og vissu hvorki upp
né niður. Þeir munu líka flestir hafa verið ófúsir til
þess að beita kúgun við almenning. Sumir þeirra
voru líka ákveðnir fylgismenn Hannesar Stephensens
og vildu láta halda fundinn.
Það verður því varla séð, að þeir hafi gert neitt
til þess að hlýða fyrirmælum stiptamtmanns. Þórður
1) Saniskonar hrcí skrifaði Trampc einnig báðum hinum amtmönn-
unum.