Andvari - 01.01.1923, Page 157
Andvari.] Frá pjóðfundarárinu 1851. 153
Guðmundsson sýslumaður í Árnessýslu skrifaði
Trampe 22. Marts og bað um útskýringu á umburð-
arbréfinu, sérstaklega spyr hann um, hvort það sé
skylda sin »að bægja mönnum frá því að halda
fund á Þingvöllum i sumar« nema leyfi stíptamt-
manns sé fengið.
Trampe svaraði þessu á þá leið, að hann vildí
l)anna alla ólögmæta fundi »og þessvegna einnig
þingvallafundinn að því leyti sem hann hefir, eða
kann að hafa nokkuð ólögmælt í för með sér«. Hann
treystist ekki lengur til að banna íslendingum að
halda fundi, ef þeir hefðust þar ekkert að, sem væri
»ólögmætt«, en hvað hann meinti með því orði skildu
engir og síst hann sjálfur. Hann hafði tekið í sig að
banna Þingvallafundinn, en þegar hann sá, að þjóð-
in virti bann hans að vetlugi, varð hann alveg ráða-
laus og vissi ekki hvað hann átti að gera. Hann fékk
líka lítinn stuðning bjá embættismönnunum. Pétur
Pétursson skrifaði tvær greinar í Lanztíðindin (15.
Apríl og 15. Maí) móti því að Pingvallafundurinn
yrði haldinn, en annan stuðning virtist Trampe ekki
hafa fengið.
Nú tók deilan að harðna. Nú var Pingvallafund-
urinn ekki lengur aðalatriðið, heldur hitt, hvort ís-
lendingar ættu að hafa frelsi lil þess að halda mann-
fundi og láta í ljósi skoðanir sínar. Petta fór að
verða mönnum ljóst og þó engum fremur en Hann-
esi Stephensen og 2. Apríl skrifaði hann Trampe
eplirfarandi bréf, sem mun vera eitt hið naprasta og
stoltasta bréf, sem íslenskur embættismaður hefir
nokkru sinni skrifað æðsta embættismanni landsins
og lýsir vel stórmensku og höfðingsskap Hannesar.
Pað er auðheyrt að hér er foringi sem talar.