Andvari - 01.01.1923, Síða 158
154
Frá þjóðfundarárinu 1851.
[Andvari.
í yðar hávelborenheita náðuga bréfi frá 12. þ. m. tjáiö
þér mér, að yður hafi undrað stórura, að eg sem embætt-
ismaður hafi getað látið það álit i ljósi i bréfi mínu frá 7.
f. m. »að þjóðfundir geti verið leyfilegir skilyrðislaust, og
því einnig þeir fundir sem hafa upphlaup fyrir augnamið«.
í nefndu bréfi mínu hefi eg að visu látið þá meiningu i
ljósi, að fundir mundu ekki bannaðir i lögum vorum ís-
lendinga, og að fundarréttindi myndu vera ein af þjóðar-
réttindum vorum, og að það hafi styrkt mig í þeirri mein-
ingu, að fundir þeir sem undanfarin ár hafa verið haldnir
hér á landi, hafa hvorki verið bannaðir af yfirvöldum
lands þessa né ólögmætir af þeim kallaðir, samt að þér
sjálfur — hávelborni herra! — voruð viðstaddir Þingvalla-
fundinn í sumar er leið, og birtuð hvorki bann á honum,
né mótmæltuð þeim fundi, sem þar var ákveðinn að hald-
ast skyldi í sumar komandi. En mér hvorki datt í hug, né
gat dottið í hug neinn sá fundur, sem hefði upphlaup fyrir
augnamiö. Slíka fundi hafa íslendingar aldrei haldið og er
eg fulltrúa um, að sá andi hefir aldrei verið fjær þeim en
nú, þegar það gengur þeim að óskum, sem þeim þykir
mestu máli skipta og konungur vor hefir eigi að eins mildi-
legast leyft oss heldur boðið að ráðgast um heillir vorar,
boðið oss að kjósa menn til þess á allsherjarþingi voru að
segja álit sitt um, hver stjórnarhögun oss og niðjum vor-
um vera myndi hagkvæmast, og sjálfur kosið menn af
þjóðinni til ens sama.
í hinu er eg yðar hávelborinheitum fullkomlega sam-
dóma, að það er óefanleg skylda hvers þegns, að hvert
heldur hann er embættis- eða alþýðumaður að styrkja
yfirvaldið til að hindra að nokkurt ólögmætt eigi sér stað,
og að sá er engu síður fjandmaður þjóðar sinnar eða
stjórnar, og er þungrar refsingar verður, sem hvetur til
upphlaupa, eða á einhvern hátt styrkir þau.
Pað er sannfæring mín, að fundur á Þingvöllum á kom-
andi sumri, muni geta orðið þjóðfundarmönnunum bæði
þeim þjóðkjörnu og enum konungkjörnu að miklu liði,
skýrt fyrír þeim mörg þau atriði, sem til úrræða munu
koma á þjóðfundinum, og gefið nokkurnveginn vissu um
hver vilji þjóðarinnar sé i því mest áríðandi máletni, og