Andvari - 01.01.1923, Side 161
Andvari.l
Frá þjóðfundarárinu 1851.
157
Þér haflð herra prófastur fullyrt, að menn á fundi þess*
um skuli halda sér innan vébanda laganna. Pað hlýtur
annars að vera yður fullkunnugt, meðal annars af því
nefndaráiiti, sem þér sjálflr hafið undirskrifað, að umræð-
ur eða aðferð fundarins geta ckki verið innan vébanda
laganna, þar eð það, sem leggja á til grundvallar, nefndar-
álit sýslnanna, er langt fyrir utan lögleg takmörk.
Jeg hefi annars með póstskipi skotið þessu máli til hlut-
aðeigandi ráðherra úrskurðar, og flýtur það af sjálfu sér,
að eg, áður en eg fæ svar hans, get ekki úrskurðað um
fyrirspurn yðar.
Það er auðséð, að með þessu hefir Trampe lagt
árar í bát, og gefist upp við að sporna á móti því
að Þingvallafundurinn yrði haldinn. Hann var orð-
inn dauðhræddur um uppreisn og blóðuga byltingu,
og þann 4. Marts skrifar hann innanríkisráðherran-
um og biður um að sent verði herskip með landher
til íslands, »ekki of fáir menn, sem látnir séu dvelja
hér þangað til sagt verður að öllu sé fyrirskipað og
allt orðið rólegt«. Svo skýtur hann þvt til stjórnar-
innar hvort ekki sé réttast að banna Þingvallafundinn.
Eg hef ekki fundið neitt svar frá stjórninni upp á
þessa fyrirspurn, enda mun stjórnin hafa verið treg
til þess að banna slíka fundi.
Það voru ekki gerðar frekari tilraunir til þess að
fá leyfi Trampes til þess að halda Þingvallafundinn.
Bann hans var að vettugi virt og fundurinn haldinn 28.
og 29. júní og voru fundarmenn um 140 að tölu. Flest-
ir úr Borgarfirði og Árnessýslu. Hannes Stephensen
var forseli og fundurinn fór vel og rólega fram, þó
nokkur hiti væri í mönnum. Stiptamlmaður var enn
hræddur við upphlaup og þann 26. júní skrifaði hann
Þórði sýslumanni í Árnessýslu og bað hann að vera
á fundinum og reyna að halda mönnum í skefjum