Andvari - 01.01.1923, Blaðsíða 164
160
Þýsku alþýðuskólarnir nýju.
[Audvari.
»Alla þá krafta, sem náttúran hefir lagt í eóli hvers ein-
staklings þjóðarinnar, viljum vér með réttum ráðum knýja
fram til svo mikils þroska sem auðið er, til þess að nota
þá síðan í þarfir heildarinnar«. (Paulsen: Mentamál Þýska-
lands).
Ef hverju barni er veitt sú mentun, sem samsvarar eðli
þess og hæfileikum, ef hinum duglegu er geíið tækifæri til
að komast áfram og bræðralagstilfinning þjóðarinnar er
göfguð og styrkt, þá munum vér af eigin innri rammleik
megna að vinna aftur vor sólskinslönd.
Hér verður einkutn talað um skólana í Leipzig, en það
á í öllum aðaiatriðum einnig við um skóla í öðrum borg-
um Þýskaiands.
Með bráðabirgðarlögum frá 22. júii 1919 erúr gildi nurain
hin fyrverandi þrískifting barnaskólanna i héraðs-, borg-
ara- og hærri borgaraskóla eftir stöðu og efnahag foreldr-
anna, og í staðinn komnir hinir almennu þjóðskólar eða
allsherjarskólar.
í Leípzig eru nú sem stendur 51 alþýðuskólar, þar að
auki 4 kaþólskir skólar og 2 hjálparskólar (fyrir van-
þroska börn).
í Pýskalandi er hvert barn skólaskylt, þegar það er 6
ára að aldri. Áðeins eftir læknisvottorði um að barnið sé
líkamlega eða andlega vanþroska má gefa því frest um eitt
ár, eða það er sett í barnagarðinn. Par á barnið svo að
verða skólahæft, það er að skilja svo undirbúið, að því
geti notast skólakensla seinna.
Heilbrigt sex ára gamalt barn gengur fyrst inn í hinn
aimenna, fjórbekkjaða lágskóla (1, — 4. skólaár).1
í kensluforsögninni stendur: »Kenslan í lágskólunum
skal vera blandin kensla. Aðgreining námsgreinanna á
stundaskránni fellur því burt; aðeins þá skal slík aðgrein-
ing eiga sér stað, er fleiri en einn kennari verða að kenna
1) Fjórir neöstu bekkir barnaskólanna eru nefndir lágskóli, en liiuir
efri einu nafni yíirdeild. Yfirdeildin klofnar aftur i verkíega deild 4 ár)
og bóklega (5 ár). Pýð.