Andvari - 01.01.1923, Page 167
Andvari.]
Þýsku alþýðuskólarnir nýju.
163
Mörg fátæk og heilsulitil börn fá daglega kvekaramáltiö
í skólanum. Máltíð þessi er kakaó, hrísgrjónagrautur, baun-
ir eða mjölsúpa. Það verður einungis að borga flutning-
inn á þessari höfðinglegu gjöf. (Hverl barn borgar 3,50
mörk á viku).
Ean fremur eru á hverju sumri send mörg börn út í
sveit til dvalar, annaðhvort til einstakra manna eða barna-
heimila (hæli fyrir brjóstveika o. s. frv ). í Sviþjóð, Noregi,
Danmörku og Sviss hafa einnig fjöldamörg þýsk börn ver-
ið lekin til sumarhressingar.
Til þess að forða börnunum frá hættu á götunum, senda
margir foreldrar börn sín á sumrum á gæsluheimili fyrir
stúlkur og drengi. Vanræktum börnum, sem talið er að vel sið-
uðum börnum geti stafað siðferðileg hætta af að vera sam-
vistum við, er komið i uppeldisstofnanir fyrir ódæl börn.
Margar athugasemdir gegn hinum sameiginlega lágskóla
(1.—4. skólaár)hafa heyrst bæði úr ílokki löreldra og kennara.
Rein skrifar i »Þýska skólablaðið«: »Bak við skipulag
hins sameiginlega lágskóla liggja þjóðpólitískar ástæður.
Það er ekki svo sem að með því að fylgja þessari tilskip-
un sé allur stéttamunur þjóðfélagsins burt numinn. Aljafn-
aðarmeðal er það ekki og getur aldrei orðið. Það er að-
eins eitt af þeim mörgu ákvæðum, sem eiga að efla félags-
andann . . . til þess að varna frekari klofningu«.
Dr. Miiller segir í bók sinni »Hætta allsherjarskólanna
fyrir uppeldi þjóðar vorrar«: »Það er afskapleg villa, er
menn byggja heila vonarveröld á fjögra ára samsetu staf-
rófsbarna«.
Stundum er það líka örðugt og jafnvel ómögulegt að
halda friði og sátt í skólanum vegna mismunarins á börn-
urn úr verkamannaflokknum og flokki hinna mentuðu. En
það verður að bíða og sjá hvaö setur. Tveggja ára reynsla
segir litið. Eg fyrir mitt leyti hefi fengið þá reynslu, aö
börn af svipuðum stigum halda hópinn í skólanum, og
meiri hlutinn ræður svo andanum i bekknum. Mjög inikiö
er þó komið undir réttum tökum kennarans.
Einnig hafa margir, sem um nppeldi fjalla, bent á þá
liættu, að vel gefin börn af mentuðum stigum hafi of mik-
inn trafala af hinum. E. Ries segir í riti sinu »Hætta hinna