Andvari - 01.01.1923, Síða 170
166
Pýsku alþýöuskólarnir nýju.
[Andvari.
sér höndum. Straugur heragi ríkír í herberginu. Á fremstu
bekkjunum sitja litlu, nærsýnu og heyrnardaufu börnin,
en lengra aftur frá hin stærri og siðprúöari. Á upphækk-
uðum palli slendur kennarinn með herforingjasvip. Hann
segir frá, hann spyr — börnin hlýða á og svara. Á mynda-
stuölinum hanga myndir af jurtum og dýrum, í glerkössum
eru uppsett skordýr o. s. frv. — Alstaðar eftirlíkingar af lífinu.
Nú heimsækjum vér hinn nýja vinnuskóla. Undir eins
framan við skólahúsið sjáum vér alt aðra mynd. Stór fylk-
ing kátra telpna, flestar í mislitum sumarkjólum. Töskur
hafa þær á baki og sumar gítara með silkiböndum. Nú á
að feröast langt í dag, meira að segja kiukkutíma járn-
brautarferð. Dálitla nýja spildu af ættjörðinni á nú að
leggja undir fót með söng og gleðihljómi.
En umstangið i skólahúsinu! Einn kcnnaranna er að
leggja á stað með barnahópinn sinn út í skólagarðinn; lið-
ið er vopnað spöðum og hrifum. Tvær telpur rogast gæti-
lega með fulla garðkönnu á milli sin út að bekkjarbeðinu.
Ætli brumhnapparnir á trjám og runnum hafi nú opnast í
sólarhitanum? En sú gleði, en sú hrifning! í snjóhvítum
blómskrúða stendur kirsiberjatréð dreymandi í garðinum.
En hvað bláu og brúnu barnaugun horfa með mikilli at-
hygli á starfsemi hinna iðjusömu bifiugna.
Vindgustur þýtur yfir. Drífa mjallhvítra blómblaða fellur
hægt til jarðar. Blómsnjór. Mikið undur eru þessi hvítu
blöö fíngerð og fögur, fegurri en nokkur dýrindisdúkur.
Hugboð um dásemdir sköpunarverksins hreyfir sér í margri
barnssál.
Nokkurra vikna þolinmæði enn, og sólargeislarnir fara
að mála fyrstu kirsiberin rauð. En þá koma líka fyrstu át-
freku spörfuglarnir, til að kroppa i hina safamiklu ávexti.
Pað verður að búa til fuglahræðu.
Pannig liður tíminn til hausts.
Slíkar athuganir eru börnunum ekki ónýtar i kenslu-
stundunum seinna. Hvert einasta barn, jafnvel hið treggáf-
aöasta, hefir eilthvað til að skrifa, ef ritgerðarefnið er:
»Vor í skólagarðinum« eða »hvernig bíílugurnar heimsækja
kirsiberjatréð«. Eða þá teikiiikenslan! Eg man það frá í
fyrra, hve glaðar og ákafar telpurnar minar voru, er þær