Andvari - 01.01.1923, Page 173
Andvari.j
Pýsku alþýðuskólarnir nýju.
169
kristin fræði 2 stundir á viku, en að eins af'þeira'kennur-
um, sem gefa kost á sér til þess af frjálsum vilja. Nægi
þeir kenslukraftar ekki, verður klerkalið skólahéraðsins að
koma til sögunnar. Foreldrum er það frjálst, að segja börn
sín úr kristindómskenslunni og fá þeim kenslu í siðlræði
eða lífsreglum í staðinn.
En hvernig er svo þessi siðalærdómskensla?
Kennarasamþykt fyrir borgina Leipzig svarar oss á
þessa leið:
»Vér viljum kappkosta að uppala siðlega þroskaðan
æskulýð með iðkun og viðræðum, sérstaklega með því
að leiða honum fyrir sjónir fyrirmyndarmenn sögunn-
ar í siðlegum dygðum og í j'firdeildinni með stuttu og
glöggu yfirliti yfir hinar siðferðislegu skyldur. Vér viljum
enn fremur gefa börnunum Ijóst ágrip af trúarbragðasög-
unni og þannig koma þeim í skilning um hið almenna
menniugargildi trúarbragðanna og þar með búa þau undir
að mynda sér sjálfstæða heimsskoðun.
Að fastákveða þessa kenslu er blátt áfram uppeldisleg
nauðsyn. Öllum kröfum kirkjunnar um samvinnu og eftir-
lit vísutn vér því á bug og látum kirkjudeildunum það eftir,
að sjá fyrir trúarjátningarkenslu barnanna utan skólans«.
Mikilli sundrungu heflr þessi bráðabyrgðarsamþykt vald-
ið í skólum vorum. Hér um bil helmingur barnanna hefir
verið sagður úr kristindómskenslunni og nýtur nú kenslu
i lífsreglum. í öllum öðrum stundum fylgjast börnin að,
en þegar kemur að þessum vcgamótum, trúarlærdóms- eða
siðalærdómskenslu, verða leiðirnar að skilja.
Oft heíir það gengið mér til hjarta, þegar litlu níu ára
drengirnir mínir og stúlkurnar hafa komið til mín i frí-
stundunum með þessar og þvílíkar spurningar og athuga-
semdir: »Er annars til nokkur góður guð? —- eða ætli all-
ar sögurnar um hann og Jesús séu bara æfintýri?«
»Pabbi bannar mér að læra faðir vor«.
En þessar áhyggjur eiga auðvitað ekki upptök sín ein-
göngu í barnahjörtunum. Meðal foreldranna eru efasemd-
irnar einnig miklar. f*ær eru margar úrsagnirnar, sem
kennarinn verður að reyna á einu einasta ári.
F*að hefir verið þrætumál, hvort ætla skyldi siðfræði-